Vertu memm

Frétt

Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa

Birting:

þann

Dómur - Hamar - Dómarahamar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt atvinnurekanda til að greiða matreiðslumanni, félagsmanni MATVÍS, 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa ásamt orlofi og dráttarvöxtum. Að auki var atvinnurekandinn dæmdur til að greiða manninum hálfa milljón í málskostnað, að því er fram kemur á vef matvis.is.

Dómurinn féll í gær, 16. desember. Manninum barst uppsagnarbréf í pósti á jóladag í fyrra, 25. desember. Uppsögnin var í bréfinu dagsett 30. nóvember, en fram kemur í dómnum að þann dag hafi manninum verið tjáð að til gæti staðið segja þyrfti honum upp störfum.

Þegar maðurinn mætti á næstu vakt eftir jóladag, þann 27. desember, til að vinna lögbundinn uppsagnarfrest, var hann sendur heim af vaktinni. Starfskrafta hans væri ekki óskað. Þaðan í frá fékk hann ekki greidd laun.

MATVÍS höfðaði mál gegn atvinnurekandanum, fyrir hönd félagsmannsins, eftir að hafa skorað á stefnanda að greiða þau laun sem upp á vantaði, eða til loka febrúar 2024. Lögbundinn uppsagnarfrestur samkvæmt kjarasamningum MATVÍS er tveir mánuðir.

Stefnandi bar fyrir dómi að hann hefði afhent manninum uppsagnarbréf 30. nóvember en að maðurinn hefið ekki skrifað undir það. Við aðalmeðferð málsins fyrir dómi bar vitni að maðurinn hefði ekki haldið á uppsagnarbréfi þegar hann kom út af fundinum. Ekki fáist því sannað að manninum hafi verið sagt upp skriflega í umrætt sinn. Þá styðji skilaboð sem matreiðslumaðurinn sendi á hópspjall þann 2. desember málatilbúnað hans um að honum hafi ekki verið sagt upp störfum skriflega tveimur dögum fyrr.

Samkvæmt almennum reglum vinnuréttar miðast uppsögn við mánaðamót og tilkynning um uppsögn starfsmanns bindi hann því einungis frá því tímamarki sem hún sé komin til hans og hann geti kynnt sér efni hennar.

Matreiðslumaðurinn ætti því rétt til til launa fyrir janúar og febrúar 2024.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið