Smári Valtýr Sæbjörnsson
Asía á Laugaveginum lokar eftir 27 ár – Uppfært
Veitingastaðurinn Asía á Laugaveginum lokar fyrir fullt og allt 1. janúar næstkomandi eftir 27 ár í veitingabransanum. Eigandinn Óli Kárason Tran segir að hann ætli að snúa sér að einhverju öðru, aðspurður um hvað tekur við. Óli vill ekki tjá sig um hvaða fyrirtæki kemur til með að taka við, en segir að það sé ljóst að forsendur eru tilvalin fyrir veitingastað, að því er fram kemur á mbl.is.
Mikil eftirspurn er eftir húsnæði fyrir veitingahús og öðru í miðbæ Reykjavíkur, en búið er að fylla veitingareksturskvótann á miðborgarsvæðinu og því er hart keppt um að fá veitingarými.
Uppfært: 3. desember 2015 – 12:45
Joe & the Juice stefnir á að opna veitingastað við Laugaveg 10 þar sem Veitingahúsið Asía hefur verið í rekstri síðustu 27 árin.
Það eru viðræður í gangi og verið að skoða hvernig Joe & the Juice myndi passa þarna inn enda er þetta allt of stórt húsnæði allt í heildina fyrir Joe and the Juice,
segir Daníel Kári Stefánsson, framkvæmdastjóri Joe & the Jucie á Íslandi í samtali við visir.is.
Veitingahúsið Asía tilkynnti á Facebook síðu sinni að það myndi loka á nýju ári við lítinn fögnuð aðdáenda staðarins. Nokkrir þeirra hafa þakkað Asíu fyrir viðskiptin í gegnum árin á meðan aðrir spyrja hvað þeir þurfi að koma oft til að koma í veg fyrir að staðnum verði lokað.
Veitingarhúsiđ Asía mun kveđja á nýju ári eftir 27.ára rekstur í fjölskyldunni…
Posted by Veitingahúsið Asía on 1. desember 2015
Daníel segir að eigendur Asíu hafi gert samning um að leigja húsnæðið til nýs aðila frá og með 1. febrúar næstkomandi og Joe & the Juice sé í viðræðum við þann aðila.
Við erum að skoða mögulegar lausnir af því hvernig Joe & the Juice passar þarna inn,
segir hann.
Joe & the Juice rekur fyrir veitingastaði sem selja einna helst samlokur og safa í Leifsstöð, Kringlunni, Smáralind og húsnæði World Class í Laugum. Fyrirtækið hagnaðist um 18 milljónir á síðasta ári, að því er fram kemur á visir.is.
Mynd: skjáskot af google korti.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Markaðurinn7 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn6 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Uppskriftir5 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Keppni7 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis






