Vertu memm

Neminn

Árshátíðin

Birting:

þann

Nú styttist óðum í árshátíð MKinga en hún hefur sjaldan verið jafn flott og hún er í ár. Dagurinn sjálfur er sjötta apríl en þá verður aðeins kennt til hádegis en þá verður þrammað yfir í Tjarnarbíó þar sem “Rocký Horror”, MK leikritið í ár, verður frumsýnt með pompi og prakt. Klukkan sex hefst svo matarveislan uppí MK með fordrykk.

Yfir matnum verður sýndur hinn víðfrægi Annáll MK og margt verður um óvænta skemmtun, jafnt og dýrindis mat. Matseðill er uppá fleiri fiska en flestir geta talið.
Maturinn stendur til rúmlega hálf níu en þá er ekki langt í aðalskemmtunina sjálfa, ballið sem hefst á slaginu 22:00 og stendur auðvitað fram á rauða nótt.

Það er að þessu sinni haldið á hinum glæsilega stað Gullhömrum, þar verður dansað og valhoppað með stuðsveitinni Miljónamæringunum, þar erum við að tala um eðalmennin Pál Óskar, Bogomil Font og kónginn sjálfan, Ragga Bjarna.

MKingar fylgja 21. öldinni út í ystu æsar þannig að ballið verður auðvitað reyklaust. Húsið lokar á miðnætti en ballið sjálft stendur til hálf þrjú en þá fá nemendur MK það gullna tækifæri til að sofa út því það er svo vel dagsett að páskafríið sjálft hefst daginn eftir það!

Það er augljóst að stuðið verði óraunhæfilega mikið og því vill enginn missa af! Enda er þetta ekki bara Árshátíðin okkar allra heldur er þetta einnig síðasta ball ársins! Það var engu til sparað en þrátt fyrir það bjóðum við ykkur miða á kostakjörum.

Við sjáumst öll í sínu fínasta pússi!

Matseðill:

Forréttur
Reyktur/Grafinn Lax
Reykt bleikja
Sjávarrétta Paté

Aðalréttur:
Lamb með kryddjurtargljáa,
Hasselbac kartafla,
Grænmetis Terrine,
Sellerírótarmauk.

Dessert:
Hvítt súkkulaði skyrfrauð,
Eldsteikt jarðaber með sorbet,
Óvæntur vinningsréttur.

Verð:
Ball + Matur
Nmk & náman: 4500
Nmk: 5500
Aðrir 5900

Ball
Nmk & náman: 1800
Nmk: 2800
Aðrir: 3200

Greint frá á heimasíðu nemendafélags MK

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið