Markaðurinn
Arion banki velur að hafa val
Næstu mánuði er mikið um veisluhöld og starfsmannaviðburði hjá fyrirtækjum landsins. Við ætlum að vekja athygli á nokkrum fyrirtækjum sem eru að gera vel í að bjóða upp á vandaða áfengislausa valkosti á viðburðum á vegum fyrirtæksins.
Arion banki er stór vinnustaður þar sem vinnur fjölbreyttur hópur af fólki. Þar tíðkast að vera með stærri viðburði þar sem allt starfsfólk fyrirtækisins kemur saman og minni viðburði þar sem starfsfólk kemur saman í minni hópum eða með viðskiptavinum.
„Við byrjuðum að vinna með Akkúrat fyrir tveimur árum síðan og höfum passað það sérstaklega vel að starfsfólk hafi gott úrval af áfengislausum valkostum, bæði til að panta á minni viðburði og svo pössum við sjálf að hafa þá í boði á viðburðum á vegum fyrirtækisins.“
Ólöf Hanna segir að á einstaka viðburðum séu áfengislausu valkostirnir meira að segja vinsælli en þeir áfengu.
Það rímar við okkar reynslu hjá Akkúrat. Það býr til ánægt starfsfólk að bjóða upp á vandaða áfengislausa valkosti á viðburðum á vegum fyrirtækisins.
Samkvæmt nýlegri könnun sem við hjá Akkúrat gerðum með Maskína eru um 26% landsmanna sem velja að drekka ekki áfengi, tímabundið eða ótímabundið. Það á því við um stóra vinnustaði eins og fjölmenna veitingastaði að hluti gesta velur áfengislausa drykki og þá er góður siður að bjóða jafn vel þar og í þeim áfengu.
Arion banki býður upp á Blanc de Blancs frá Oddbird International og Blå frá Copenhagen Sparkling Tea Company á viðburðum á vegum fyrirtækisins.
Heimasíða: www.akkurat.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana