Markaðurinn
Arion banki velur að hafa val
Næstu mánuði er mikið um veisluhöld og starfsmannaviðburði hjá fyrirtækjum landsins. Við ætlum að vekja athygli á nokkrum fyrirtækjum sem eru að gera vel í að bjóða upp á vandaða áfengislausa valkosti á viðburðum á vegum fyrirtæksins.
Arion banki er stór vinnustaður þar sem vinnur fjölbreyttur hópur af fólki. Þar tíðkast að vera með stærri viðburði þar sem allt starfsfólk fyrirtækisins kemur saman og minni viðburði þar sem starfsfólk kemur saman í minni hópum eða með viðskiptavinum.
„Við byrjuðum að vinna með Akkúrat fyrir tveimur árum síðan og höfum passað það sérstaklega vel að starfsfólk hafi gott úrval af áfengislausum valkostum, bæði til að panta á minni viðburði og svo pössum við sjálf að hafa þá í boði á viðburðum á vegum fyrirtækisins.“
Ólöf Hanna segir að á einstaka viðburðum séu áfengislausu valkostirnir meira að segja vinsælli en þeir áfengu.
Það rímar við okkar reynslu hjá Akkúrat. Það býr til ánægt starfsfólk að bjóða upp á vandaða áfengislausa valkosti á viðburðum á vegum fyrirtækisins.
Samkvæmt nýlegri könnun sem við hjá Akkúrat gerðum með Maskína eru um 26% landsmanna sem velja að drekka ekki áfengi, tímabundið eða ótímabundið. Það á því við um stóra vinnustaði eins og fjölmenna veitingastaði að hluti gesta velur áfengislausa drykki og þá er góður siður að bjóða jafn vel þar og í þeim áfengu.
Arion banki býður upp á Blanc de Blancs frá Oddbird International og Blå frá Copenhagen Sparkling Tea Company á viðburðum á vegum fyrirtækisins.
Heimasíða: www.akkurat.is
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var