Vertu memm

Uncategorized

Alba á Restaurant Vox vinnur Vínþjónakeppnina

Birting:

þann


Þorleifur Sigurbjörnsson formaður VSÍ og Elísabet Alba Valdimarsdóttir með verðlaunagripinn

Haldin var Vínþjónakeppni á vegum Vínþjónasamtakanna sunnudaginn 29. apríl á Hótel Reykjavík Centrum þar sem öll aðstaða var til fyrirmyndar og starfsfólkið einstaklega hjálpsamt. Þema var Frakkland og keppendur þurftu að svara skriflega 40 spurningum, smakka blint á nokkrum vínum, umhella, bjóða vínum með matseðli, sýna fagleg vinnubrögð og þekkingu. Elísabet Alba Valdimarsdóttir, Sommelier à Restaurant Vox, vann keppnina með yfirburði, Dagný Baldursdóttir, nemi á 2. ári í HMÍ vann það afrek að vera í 2. sæti og Hróðmar Eydal í því 3.

Haraldur A. Haraldsson hjá Sigga Hall og Guðlaugur S. Hannesson á Vox voru í 4. og 5. sæti, og öll eiga hrós skilið fyrir að hafa lagt að sér lestur og æfingar og tekið einn sunnudag frá til að taka þátt í keppninni. Vegleg verðlaun veitti Chapoutier Vínhúsið frá Rhône dalnum, sem hefur ætíð staðið á baki ungþjóna í Frakklandi með því að standa fyrir Ungþjónakeppni.

Alba fékk einnig bikar sem Vínþjónn Ársins 2006 og fer hún hún von bráðar til Rhodos í Heimsmeistarakeppni Vínþjóna.

Segðu þína skoðun

Smellið hér til að skoða myndir frá keppninni

Vefmiðlar ofl. sem einnig fjölluðu um Vínþjónakeppnina:

Mbl.is, sjá nánar hér

Vinskolinn.is, sjá nánar hér

Fréttablaðið, sjá nánar hér

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið