Uncategorized
Alba á Restaurant Vox vinnur Vínþjónakeppnina

Þorleifur Sigurbjörnsson formaður VSÍ og Elísabet Alba Valdimarsdóttir með verðlaunagripinn
Haldin var Vínþjónakeppni á vegum Vínþjónasamtakanna sunnudaginn 29. apríl á Hótel Reykjavík Centrum þar sem öll aðstaða var til fyrirmyndar og starfsfólkið einstaklega hjálpsamt. Þema var Frakkland og keppendur þurftu að svara skriflega 40 spurningum, smakka blint á nokkrum vínum, umhella, bjóða vínum með matseðli, sýna fagleg vinnubrögð og þekkingu. Elísabet Alba Valdimarsdóttir, Sommelier à Restaurant Vox, vann keppnina með yfirburði, Dagný Baldursdóttir, nemi á 2. ári í HMÍ vann það afrek að vera í 2. sæti og Hróðmar Eydal í því 3.
Haraldur A. Haraldsson hjá Sigga Hall og Guðlaugur S. Hannesson á Vox voru í 4. og 5. sæti, og öll eiga hrós skilið fyrir að hafa lagt að sér lestur og æfingar og tekið einn sunnudag frá til að taka þátt í keppninni. Vegleg verðlaun veitti Chapoutier Vínhúsið frá Rhône dalnum, sem hefur ætíð staðið á baki ungþjóna í Frakklandi með því að standa fyrir Ungþjónakeppni.
Alba fékk einnig bikar sem Vínþjónn Ársins 2006 og fer hún hún von bráðar til Rhodos í Heimsmeistarakeppni Vínþjóna.
Smellið hér til að skoða myndir frá keppninni
Vefmiðlar ofl. sem einnig fjölluðu um Vínþjónakeppnina:
Mbl.is, sjá nánar hér
Vinskolinn.is, sjá nánar hér
Fréttablaðið, sjá nánar hér
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar4 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Keppni6 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Markaðurinn1 dagur síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu





