Markaðurinn
Akkúrat býr til reiknivél fyrir veisluvertíðina
Á næstu mánuðum munu margar af stærstu veislum landsins verða haldnar af fyrirtækjum, vinahópum, opinberum stofnunum, saumaklúbbum og stórfjölskyldum. Fyrst eru það jólahlaðborðin en fljótlega eftir koma þorrablótin og árshátíðirnar. Þá er gott að hafa í huga að samkvæmt nýlegri könnun sem Akkúrat gerði með Maskínu eru 26% Íslendinga sem velja að drekka ekki áfengi, tímabundið eða ótímabundið. Það er því góð hugmynd, og líkleg til að gleðja viðskiptavini og veislugesti, að bjóða upp á vandað úrval áfengislausra valkosta samhliða áfenga úrvalinu.
Af þessu tilefni útbjó starfsfólk Akkúrat reiknivél sem auðveldar gestgjöfum að reikna út hversu mikið vín þarf í veisluna, bæði með og án áfengis. Reiknivélin er aðgengileg hér.
Við óskum öllum góðs gengis á næstu mánuðum og erum tilbúin að gefa góð ráð með áfengislausa úrvalið.
Akkúrat er leiðandi í úrvali áfengislausra valkosta og vinnur með metnaðarfullum framleiðendum eins og Oddbird, Lucky Saint, Copenhagen Sparkling Tea og Lyre’s við að fjölga áfengislausum valkostum alls staðar.
Góða skemmtun og gleði, með og án áfengis.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Frétt4 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði