Freisting
Afmælishátíð – Glaumur og gleði
Á morgun laugardaginn 14. apríl verður fyrsti aðalfundur MATVÍS haldinn. Í tengslum við fundinn verður haldin afmælishátíð vegna stórafmæla þriggja af þeim félögum sem að sameinuðust í MATVÍS.
Félag framreiðslumanna og Félag matreiðslumanna hefðu orðið 80 ára á árinu og Félag íslenskra kjötiðnaðarmanna hefði orðið 60 ára.
Þá má þess geta að á næsta ári hefði Bakarasveinafélag Íslands orðið 100 ára og munum við að sjálfsögðu minnast þess á veglegan máta.
Aðalfundurinn verður haldinn á Hótel Nordica þann 14 apríl kl. 13.00 og eftir fundinn, eða kl. 18,00 bíður MATVÍS félögum sínum með mökum í móttöku í tilefni afmæla félaganna þriggja sem að stóðu að stofnun MATVÍS . Þar verður ýmislegt til skemmtunar eins og til dæmis tónlistarflutningur og margt fleira.
Niðurgreiðsla.
-
MATVÍS mun greiða niður ferðir, flugfar eða akstursgjald fyrir þá félaga sem að búa utan 50 kílómetra radíus á landsbyggðinni og sækja fundinn. Einnig mun MATVÍS styrkja þá félaga sem mæta á fundinn, utan að landi, vegna hóteldvalar með kr. 8000.
-
Félagar sem að ætla að nýta sér þetta boð MATVÍS, eru hvattir til að tryggja sér gistingu sem fyrst þar sem að búast má við að erfitt gæti reynst að fá hótelgistingu á þessum tíma.
-
MATVÍS hefur þegar tryggt nokkur herbergi á hótel Nordica og er hægt að bóka gistinguna þar með rafpósti [email protected] og gefa upp bókunarnúmerið MATVÍS 253459 eða hringja í síma 444-4000. Þar er tveggja manna herbergi á kr. 9.800 og eins manns á kr. 8.800, án morgunverðar.
-
Við höfum einnig tekið frá herbergi á Grand Hótel og þar er hægt að bóka gistingu hjá [email protected]. Verðið er kr 11.900 í tveggja manna herbergi með morgunverði.
-
MATVÍS hefur verið með afsláttarkjör til margra ára á Hótel Vík Síðumúla 19 og þar er verð til okkar félaga 6.700 í tveggja manna herbergi, með morgunmat og í eins manns herbergi 6.000 með morgunmat. Þar má panta í síma 588-5588.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala