Markaðurinn
Afkoma Kjarnafæðis Norðlenska í samræmi við væntingar
Afkoma Kjarnafæðis Norðlenska hf. fyrir árið 2023 var í samræmi við áætlanir þrátt fyrir krefjandi ytri aðstæður á árinu. Fjármagnskostnaður var samstæðunni íþyngjandi í því háa vaxtaumhverfi sem einkenndi árið 2023 en aðhald í rekstri og hagræðingaraðgerðir vegna samruna Kjarnafæðis og Norðlenska hafa á sama tíma skilað verulegum rekstrarbata.
- Hagnaður fyrir skatta árið 2023 var 385,5 milljónir króna, en var 231,5 milljónir árið 2022
- Rekstrartekjur samstæðunnar námu 12,1 milljarði króna árið 2023, en námu 10,8 milljörðum árið 2022.
- EBITDA hagnaður nam 1.018 milljónum króna árið 2023, en var 699 milljónir árið 2022.
- Eiginfjárhlutfall var 13,7% í árslok 2023, en var 8,9% í árslok 2022.
Velta samstæðunnar var 12,1 milljarður króna árið 2023 sem er um 12% aukning frá árinu 2022 og EBITDA hagnaður nam 1.018 milljónum króna, sem er um 46% aukning frá árinu á undan. Árið 2023 er annað heila rekstrarár samstæðunnar eftir sameiningu Kjarnafæðis og Norðlenska og fyrsta árið þar sem áhrif sameiningar koma að verulegu leyti fram.
Ágúst Torfi Hauksson, forstjóri Kjarnafæðis Norðlenska:
„Nýsamþykkt lög sem heimila verkaskiptingu, samvinnu og sameiningu afurðastöðva sem teljast til framleiðendafélaga munu væntanlega hafa áhrif á starfsemi félagsins á árinu 2024. Kjarnafæði Norðlenska uppfyllir kröfur sem gerðar eru til framleiðendafélaga og ljóst að veruleg tækifæri eru til lækkunar á rekstrarkostnaði og fjárbindingu í greininni lánist aðilum í greininni að nýta þær heimildir sem í lögunum felast.
Það hagræði sem af slíku samstarfi eða sameiningum getur hlotist verður að skila sér að nær öllu leyti í tvennt; hækkanir til bænda og í að halda aftur af verðhækkunum á markaði til að vinna að lækkun verðbólgu í hagkerfinu.
Hagsmunir Kjarnafæðis Norðlenska eru mjög miklir hvað þetta varðar, lækkun verðbólgu og þar af leiðandi vaxta hefði afar jákvæð áhrif á félagið og viðskiptavini þess. Svo er minnkandi framleiðsluvilji bænda orðin ein helsta ógnun við rekstur afurðastöðva og því mikilvægt að hægt verði að bæta kjör bænda og stuðla þannig að eðlilegum rekstrarskilyrðum og nauðsynlegri nýliðun í landbúnaði.“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi