Vertu memm

Uncategorized

Af hverju eru Íslendingar hættir að drekka dýr Bordeaux vín?

Birting:

þann

Það virðist vera mjög útbreiddur misskilningur að ég sé ekki hrifinn af Bordeaux vínum. Það er ekki satt. Mér finnst mörg Bordeaux vín mjög góð en það sem mér finnst út í hött er þegar menn eru að hæla víni sem er augljóslega allt of dýrt miðað við gæðin!

Því miður virðist það vera algengt vandamál hér heima. Ef vínið kostar nógu mikið og er með Bordeaux miða þá hlýtur það að vera gott. Allt of oft hef ég farið í vínsmakk þar sem vínáhugamenn eru að smakka dýr Bordeaux vín og það sést á svipnum á þeim að þeim finnst vínin vera í besta lagi ómerkileg en þora ekki að segja það vegna þess að þetta er Bordeaux vín. Ég hef aldrei skilið þennan hugsunarhátt og mun sennilega aldrei gera það. Ef vínið kostar 5.000 kr. eða meira þá er eins gott að vínið sé frábært burtséð frá því hvar vínið er framleitt.

Afleiðingar þessa hugsunar háttar er að Bordeaux vín eru á undanhaldi. Jafnvel hörðustu Bordeaux menn eru að gefast upp á svæðinu. Vínáhugamenn og vínsafnarar eru að hunsa allt nema þekktustu og “bestu” vínin eins og Lafite eða Latour. Þó flestir vínáhugamenn vilji ekki segja það upphátt þá eru þeir orðnir þreyttir á að eyða pening í vín sem alltof oft veldur vonbrigðum.

Nýlega var endurtekið “1976” smakkið á vínum frá Kaliforníu og Bordeaux og enn  einu sinni var Bordeaux tekið í nefið (meira um það í annarri grein). Þýðir það að Kalifornía býr til betri vín? Nei ekki endilega, eina sem þetta þýðir er að Bordeaux er ekki lengur eina svæðið í heiminum sem kann að búa til Cabernet Sauvignon sem endist í 30 ár og verður jafnvel betra með aldrinum.

Ég er fyrstur til að fagna þegar vín sem eru ekki peninganna virði detta út úr ríkinu, en ég verð að viðurkenna að ég hef miklar áhyggjur þegar vín sem eru hreint frábær og eru góð kaup hvort sem þau kosta 1.500 kr. eða 5.000 kr. hreyfast ekki vegna þess að þau koma frá ákveðnu svæði eins og virðist vera vandamál með Bordeaux vínin í dag.

En hvað er til ráða? Þó að það séu ennþá nokkur Bordeaux vín til sölu hérlendis sem eru að mínu mati allt of dýr miðað við gæði þá eru samt sem áður nokkur mjög góð vín í ríkinu. Ódýr? Nei en góð miðað við verðið? Já.  Fyrir vínáhugafólk sem hefur áhuga á að endurnýja kynnin við Bordeaux eru hér nokkur vín sem ég mæli með ( Smellið hér).

Greint frá á heimasíðu Smakkarinn.is

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið