Markaðurinn
Hafliði og Snædís fóru á kostum í New York – Myndir
Dagana 5.–7. september var hátíðin Taste of Iceland haldin í New York en hún samanstóð af viðburðum um alla borg sem sýndu það besta sem íslensk menning hefur upp á að bjóða. Þar meðtalið mat og drykk, tónlist, bókmenntir, list og hönnun, náttúru og fleira.
- Matreiðslumeistararnir Hafliði Halldórsson og Snædís Xyza Mae héldu matreiðslunámskeið á Platform by James Beard Foundation
Matreiðslumeistararnir Hafliði Halldórsson og Snædís Xyza Mae héldu matreiðslunámskeið á Platform by JBF þar sem þau kynntu íslenskt hráefni og kenndu þátttakendum að matreiða það.
Íslenska lambakjötið var auðvitað í aðahlutverki á matseðlinum en þar að auki var framreitt skyr og íslenskur þorskur ásamt ljúffengu meðlæti. Lambakjötið var borið fram í klassískri íslenskri kjötsúpu í forrétt en einnig sem steik í öðrum aðalrétti kvöldsins. Báðir réttir vöktu mikla lukku meðal þátttakenda enda er íslenska lambakjötið einstakt á heimsvísu.
Að loknu námskeiðinu nutu þátttakendur veitinganna með þeim Hafliða og Snædísi og má með sanni segja að viðburðurinn hafi verið einstaklega vel heppnaður.
Myndir: www.icelandiclamb.is

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun