Markaðurinn
Hinrik nýr framkvæmdastjóri yfir nýju sviði Nóa Siríus
Hinrik Hinriksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Nóa Siríus hf. Um er að ræða nýtt svið sem sett hefur verið á fót og undir heyra sölustýring, viðskiptagreining og þjónusta við viðskiptavini. Er það liður í endurskipulagningu á skipuriti fyrirtækisins sem miðar að því að auka enn frekar samhæfingu milli sviða og skilvirkni í sölu og þjónustu.
Hinrik hefur gegnt starfi markaðsstjóra innfluttra vara Nóa Siríus frá 2022 en áður var hann vörumerkjastjóri hjá Nathan og Olsen, sölustjóri hjá Ion hótelum auk þess að hafa starfað hjá Vistor og Distica.
Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, forstjóri Nóa Síríusar, segir þetta mikilvæga breytingu á þeirri vegferð að nýta þau tækifæri sem fram undan eru hjá fyrirtækinu. Reynsla Hinriks í stjórnun viðskiptasambanda muni efla sókn Nóa Síríusar og treysta enn betur samskipti og þjónustu við viðskiptavini.
„Ég hlakka til að taka við nýju hlutverki innan Nóa Síriusar. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur og skemmtilegur hópur fólks sem hefur mikinn metnað í að efla og styrkja viðskiptasambönd við okkar viðskiptavini og munum við halda áfram að veita þá úrvals þjónustu sem við erum þekkt fyrir á markaðnum,“
segir Hinrik Hinriksson.
Hinrik er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá háskólanum í Reykjavík og með BS gráðu í sálfræði frá sama skóla með markaðsfræði sem aðaláherslu. Unnusta Hinriks er Laufey Lilja Ágústsdóttir, stjórnandi hjá Veitum, og eiga þau tvö börn.

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards