Markaðurinn
Sameinast og eru flutt í nýtt og stórglæsilegt húsnæði
Um áramót sameinuðust Fastus, Expert, Expert kæling og GS Import undir einni kennitölu. Hið sameinaða félag ber nafnið Fastus ehf. en skiptist í tvö meginsvið; Expert og Fastus heilsu.
Fyrirtækið er nú þegar flutt í nýjar höfuðstöðvar að Höfðabakka 7 í Reykjavík en þar er verslun, sýningareldhús, skrifstofur, verkstæði og vörulagerar fyrir bæði svið, auk varahlutalagers. Áætluð ársvelta samstæðunnar er um 7 milljarðar króna.
Fyrirtækjasvið Fastus starfar nú undir nafninu Expert
Hjá Expert finnur þú alla helstu sérfræðinga í ráðgjöf og sölu á vörum fyrir veitingastaði, hótel og fyrirtæki, bæði tæki og rekstrarvöru ásamt einu stærsta tæknisviði landsins þar sem við þjónustum eldhústæki, kælitæki, heilbrigðisvörur, rannsóknartæki, kaffivélar, bjórdælur, þvottavélar og margt fleira.
Félagið kappkostar að vinna með þeim bestu og er það nýja slagorð félagsins „Vinnum með þeim bestu“. Hvort sem það snýr að bestu vörumerkjunum, besta fagfólkinu eða bestu sérfræðingunum.
- Snædís Xyza Mae Ocampo fyrrum fyrirliði og nú þjálfari íslenska kokkalandsliðsins
- Þórir Erlingsson forseti klúbbs matreiðslumeistara
- Jóhannes Ægir Kristjánsson sölustjóri stóreldhúsa hjá Expert

-
Keppni5 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025