Markaðurinn
Ertu þessi hressi kokkur og elskar fisk og annað sjávarmeti?
Melabúðin, verslun sælkerans, leitar að glaðlyndri og þjónustulundaðri manneskju sem hefur umsjón með fiskborði búðarinnar. Ert það þú?
Þú sérð til þess að fiskborðið okkar sé alltaf fullt af nýjum fisk og öðru sjávarmeti, kaupir inn daglega í samvinnu við kjötstjóra okkar og afgreiðir viðskiptavini okkar jafnframt í kjöt- og fiskborðinu.
Þú hefur gaman af að hitta fólk og ráðleggja viðskiptavinum varðandi matargerð, hvað á að hafa í matinn, matreiðslu og val á meðlæti.
Þú þarft ekki að vera vanur/vön svona starfi þó það sé kostur. Ef þú hefur unnið á veitingastað þá er það kostur. Það er mikill kostur ef þú hefur reynslu af matreiðslu og meðhöndlun fisks og kjöts.
Helst viljum við fá þig allan daginn, annars hálfan daginn. Vinnutíminn er samkomulagsatriði.
Vinnustaðurinn er líflegur og lagt er upp úr frumkvæði og vinnugleði. Við erum þekkt fyrir gæði, hátt þjónustustig og mikið úrval. Melabúðin er með eitt breiðasta úrval landsins í matvöru og leggur áherslu á sælkeravöru bæði frá Íslandi og erlendis frá. Auk þess bjóðum við upp á heilstætt úrval af lífrænni vöru.Kjöt- og fiskborðið er okkar stolt og eitt fárra sem enn selur í lausvigt.
Frekari upplýsingar veitir verslunarstjóri. Annars er bara að sækja um.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Öllum umsóknum verður svarað.
Sótt er í gegnum Alfreð með því að smella hér.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta í fiskborði, ráðgjöf til viðskiptavina
- Innkaup á fiski og öðru sjávarmeti
- Fylla á fiskborðið
- Þjónusta einnig tilfallandi í kjötborði, ráðgöf til viðskiptavina
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af matreiðslu er mikill kostur
- Íslenskukunnátta er skilyrði
- Reynsla af framsetningu á vörum er kostur
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Mikil þjónustulund eða söluhæfileikar
- Skipulagsfærni
- Nýjungagirni
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur