Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fernando’s er nýr veitingastaður í Reykjanesbæ – Alvöru eldbakaðar pizzur
Fernando’s er nýr Ítalskur veitingastaður í Reykjanesbæ við Hafnargötu 36A. Eigendur eru hjónin Francisco Valladares Serrano og Rúna Björk Einarsdottir. Staðurinn tekur 35 manns í sæti og er opið frá kl. 11:00 – 22:00 mánudaga til miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 11:000 – 23:00, laugardaga frá kl. 13:00 – 23:00 og sunnudaga frá kl. 15:00 – 22:00.
Boðið er upp á hamborgara og pizzur sem eru eldbakaðar og er ekki annað en að Fernando’s sé eini veitingastaðurinn sem býður upp á eldbakaðar pizzur í Reykjanesbæ. Fréttamaður fékk strax tilfinningu fyrir því að að hér væri á ferðinni ekta Ítalskur veitingastaður; fjölskyldan starfar á staðnum, andrúmsloftið er heimilislegt og umhverfið þægilegt.
Francisco sagði í samtali við veitingageirinn.is að mikil leynd sé yfir uppskrift af sósunni og pizzudeiginu sem fylgt hefur fjölskyldunni í tugi ára. Til gamans má geta þess að þau byggðu eldofninn sjálf, sem er hinn glæsilegasti.
Eldbakaðar pizzur standa alltaf fyrir sínu og er staðurinn góð viðbót í veitingaflóru Reykjanesbæjar.
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt5 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Veitingarýni15 klukkustundir síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro