Markaðurinn
Expert og Ölgerð Egils Skallagrímssonar í samstarf
Expert ehf. og Ölgerðin Egill Skallagrímsson hafa gengið frá þjónustusamning til næstu fimm ára, gagnvart tækjum í eigu Ölgerðinnar. Um er að ræða samning sem tekur á meðal annars fyrirbyggjandi viðhaldi, þjónustu og uppsetningu kaffivéla og annara tengdra véla; kakó, djús og vatnsvéla.
Markmið samningsins er að auka þjónustustig gagnvart viðskiptavinum Ölgerðarinnar, sér í lagi með því að nýta landsdekkandi þjónustunet og þekkingu Expert, til ná enn betri árangri í þeim efnum.
„Við lítum samstarfið björtum augum og hlökkum til þess að geta veitt viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu“, er haft eftir Vali Valssyni, framkvæmdastjóra hjá Ölgerðinni í tilkynningu.
„Fyrir starfsfólk Expert er um að ræða mikla viðurkenningu á þeirri þjónustu sem Expert hefur veitt sínum viðskiptavinum undanfarin ár. Við erum öll mjög spennt fyrir því að vinna með Ölgerðinni og þróa samstarfið enn frekar til framtíðar“, er haft eftir Þóri Erni Ólafssyni, stjórnarformanni Expert ehf. í tilkynningu.
Mynd: aðsend
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir