Keppni
Harmoni hreppti titilinn Bakarí ársins 2020 – Þetta er áhugaverð keppni fyrir Íslensku bakaríin
Iðnaðarsamtök bakara,- og Konditorbransans í Noregi stóð fyrir skemmtilegri keppni þar sem keppt var um titilinn Bakarí ársins 2020.
Er þetta í þriðja sinn sem að slík keppni er haldin á vegum samtakanna og þemað í ár var „Upplifun viðskiptavina“.
Til mikils er að vinna en vinningshafar frá fyrri keppnum er Edgars bakarí í bænum Mandal og Elda bakarí og fengu þau mikla athygli fjölmiðla í kjölfar verðlaunanna.
Í dómnefnd í ár voru:
Vigdis Myhre Næsseth
Beret Mette Haga
Hilde Mortvedt
Oddbjørn Roksvaag
Keppnisfyrirkomulag var að öllum var frjálst að senda inn tilnefningar um bakarí sem væru verðugir fulltrúar í keppnina. Einungis þrjú bakarí komust í úrslit.
„Við völdum þemað „Upplifun viðskiptavina“, þar sem baráttan um viðskiptavini snýst ekki bara um gæði og staðbundið hráefni, heldur snýst þetta að miklu leyti um þá upplifun sem viðskiptavinurinn fær þegar þeir heimsækja viðkomandi bakarí,“
sagði Vigdis Myhre Næsseth yfirdómari keppninnar.
Það var bakaríið Harmoni sem hreppti titilinn Bakarí ársins 2020.
„Það var mjög skemmtilegt að vinna… reyndar geðveikt gaman. Ég var reyndar ekki að búast við sigri en líklega hefði ég orðið fyrir miklum vonbrigðum ef við hefðu ekki unnið“,
sagði Fredrik Lønne, eigandi Harmon bakarí, hress í samtali við bakeri.no.
Þau bakarí sem kepptu til úrslita voru Hevd handverksbakarí í Þrándheimum, Maison Grabot í bænum Sandefjord og handverksbakaríið Harmoni í bænum Porsgrunn.
Myndir: facebook / Harmoni Håndverksbakeri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu







