Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Tommi opnar Búllur í Berlín og London
Tómas Tómasson, eigandi Hamborgarabúllu Tómasar er enn í sókn erlendis, en eins og kunnugt er opnaði hann fyrsta staðinn erlendis í London á síðasta ári. Á næstu vikum munu tveir staðir undir merkjum Búllunnar opna í London og Berlín, en auk þess er unnið að því að koma upp stöðum í Noregi og Kaupmannahöfn. Þetta segir Tómas í samtali við mbl.is.
Rekstraraðilar staðarins í London hafa síðustu misseri unnið að því að opna nýjan stað, en sá verður við Kings Road. Tómas segist búast við að hann verði í síðasta lagi opnaður um miðjan desember. Staðurinn í Berlín er aftur á móti að mestu tilbúinn og segir Tómas að þar sé aðeins verið að klára síðustu atriðin og vonast hann til þess að staðurinn opni jafnvel fyrir mánaðarmót.
Auk þess hefur Tómas náð samkomulagi við nýjan rekstraraðila í Noregi, en sá er íslenskur og hefur hug á að bjóða Norðmönnum upp á þennan vinsæla borgara þar í landi. Þá hafa rekstraraðilar staðarins við Geirsgötu uppi áform um að opna nýjan stað í Kaupmannahöfn á næsta ári.
Greinilegt er að Hamborgarabúllan er í mikilli sókn, en nýir staðir hafa meðal annars verið opnaðir á Selfossi, Bankastræti og við Ofanleiti síðustu ár. Þá eru staðirnir við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði, Bíldshöfða og Geirsgötuna einnig enn til staðar, að því er fram kemur á mbl.is.
Mynd: af facebook síðu Tommis Burger Joint.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður