Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Tommi opnar Búllur í Berlín og London

Birting:

þann

Hamborgarabúllan í London - Tommi‘s Burger Joint

Tómas Tómasson, eigandi Hamborgarabúllu Tómasar er enn í sókn erlendis, en eins og kunnugt er opnaði hann fyrsta staðinn erlendis í London á síðasta ári. Á næstu vikum munu tveir staðir undir merkjum Búllunnar opna í London og Berlín, en auk þess er unnið að því að koma upp stöðum í Noregi og Kaupmannahöfn. Þetta segir Tómas í samtali við mbl.is.

Rekstraraðilar staðarins í London hafa síðustu misseri unnið að því að opna nýjan stað, en sá verður við Kings Road. Tómas segist búast við að hann verði í síðasta lagi opnaður um miðjan desember. Staðurinn í Berlín er aftur á móti að mestu tilbúinn og segir Tómas að þar sé aðeins verið að klára síðustu atriðin og vonast hann til þess að staðurinn opni jafnvel fyrir mánaðarmót.

Auk þess hefur Tómas náð samkomulagi við nýjan rekstraraðila í Noregi, en sá er íslenskur og hefur hug á að bjóða Norðmönnum upp á þennan vinsæla borgara þar í landi. Þá hafa rekstraraðilar staðarins við Geirsgötu uppi áform um að opna nýjan stað í Kaupmannahöfn á næsta ári.

Greinilegt er að Hamborgarabúllan er í mikilli sókn, en nýir staðir hafa meðal annars verið opnaðir á Selfossi, Bankastræti og við Ofanleiti síðustu ár. Þá eru staðirnir við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði, Bíldshöfða og Geirsgötuna einnig enn til staðar, að því er fram kemur á mbl.is.

 

Mynd: af facebook síðu Tommi‘s Burger Joint.

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið