Frétt
Varað við neyslu á kræklingi úr Hvalfirði
Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi úr Hvalfirði. DSP þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í honum.
Fulltrúi Matvælastofnunar safnaði kræklingi 4. maí s.l. við Fossá í Hvalfirði. Tilgangurinn var að kanna hvort almenningi sé óhætt að tína krækling í Hvalfirði. Niðurstöður mælinga leiddu í ljós að DSP þörungaeitur var 260 µg/kg í kræklingum og er það yfir viðmiðunarmörkum, sem eru 160 µg/kg. Þar sem magn DSP er svona mikið má búast við að DSP eitur í kræklingi verði viðvarandi í sumar.
DSP þörungaeitur í kræklingi getur valdið kviðverkjum, niðurgangi, ógleði og uppköstum. Einkenni koma fram fljótlega eftir neyslu og líða hjá á nokkrum dögum.
Neytendur hafa ekki ástæðu til að varast krækling (bláskel) sem ræktaður er hérlendis og er á markaði í verslunum og veitingahúsum. Innlend framleiðsla á kræklingi er undir eftirliti Matvælastofnunar. Reglulega eru tekin sýni af skelkjöti og sjó til að fylgjast með magni eitraðra þörunga í sjó og hvort skelkjötið innihaldi þörungaeitur.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni2 dagar síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Frétt5 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni