Uppskriftir
Djúpsteiktir Rommtíglar og Jarðaberjacompott
Innihald:
Rommtíglar:
100 gr smjör
2 stk egg
12 gr þurrger
1 stk sítróna – börkurinn rifinn smátt
20 gr flórsykur
250 gr hveiti
Sletta romm
Jarðaberjacompot:
450 gr jarðaber
25 gr flórsykur
5 ml vatn
Aðferð:
- Blandið saman flórsykri og hveiti í skál.
- Leysið upp gerið í volgu vatni og blandið saman við.
- Rífið börkinn af sítrónunni mjög fínt og bætið í skálina.
- Blandið eggi saman við ásamt rommi og smjörinu-Athugið að smjörið verður að vera mjúkt eða stofuheitt.
- Hnoðið saman vel og fletjið út.
- Skerið í tígla með kleinujárni og djúpsteikið.
- Stráð flórsykri og framreitt með jarðaberjacompot og ís. Ath að deigið er hægt að frysta formað í tígla og djúpsteikja síðan.
- Maukið helming af jarðaberjunum, sjóðið ásamt vatni og flórsykri í síróp-sigtið og kælið örlítið.
- Setjið restina af jarðaberjunum út í og kælið. Notið smá jarðaber frekar en stór í compotið.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni12 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð