Frétt
Lánuðu forstjóranum 500 milljónir án trygginga
Atorka lánaði forstjóra A. Karlssonar 510 milljónir án trygginga í lok árs 2007 til að kaupa 51% hlut Atorku í fyrirtækinu. Viðskiptin voru ekki tilkynnt til Kauphallarinnar. Atorka er núna í nauðasamningum og ljóst að kröfuhafar og hluthafar verða fyrir miklu tjóni, en frá þessu er greint frá á vef Morgunblaðsins mbl.is.
A. Karlsson er fyrirtæki sem selur vörur á sviði heilbrigðismála, húsgögn, eldhúsbúnað og fleira. Fyrirtækið var rekið með hagnaði á árunum 2001-2005. Illa gekk hins vegar í rekstrinum 2006-2007. Tapið var 45 milljónir 2006 og 208 milljónir árið 2007. Tap varð líka á rekstrinum í fyrra.
Kaupendur A. Karlssonar voru tveir, Hraunhólar ehf. sem keypti 51% og Beta ehf. sem keypti 49% hlut. Beta er alfarið í eigu Atorku, en Hraunhólar eru í eigu Lindu B. Gunnlaugsdóttur, forstjóra A. Karlssonar.
Hraunhólar keyptu hlutinn í A. Karlssyni á 510 milljónir og lánaði Atorka allt kaupverðið án þess að setja fram sérstakar tryggingar. Lánið er kúlulán sem greiða átti á síðasta ársfjórðungi 2009.
Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.
Greint frá á Mbl.is
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni6 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð