Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hver er maðurinn? Sigurþór: „Sætasti kokkurinn á Skál..“
Hver er maðurinn?, er fastur liður hér á veitingageirinn.is. Þar fá lesendur veitingageirans að fræðast meira um fagmanninn sem svarar spurningum. Sá sem situr fyrir svörum, skorar á næsta viðmælanda og svo koll af kolli.
Guðlaugur Már skoraði á Sigurþór að taka við keflinu og eru hér svörin hans.
Fullt nafn?
Sigurþór Jóhannsson
Fæðingardagur og ár?
17. maí 1994
Áhugamál?
Eins og er þá fylgist ég mikið með NBA deildinni. Annars langar mig rosalega mikið að fræðast meira um gerjun og fikta með það.
Maki og Börn?
Lilja kærastan mín, engin börn…ennþá.
Hvar lærðir þú?
Útskrifaðist sem matreiðslumaður frá Hörpu.
Starf?
Sætasti kokkurinn á Skál!
Ef þú mættir bjóða einhverjum fjórum aðilum í mat hverjir væru það og hvað myndir þú elda?
Úff.. erfið spurning, ætli það yrði ekki minn maður Tom Hanks, David Bowie R.I.P, 50 Cent og David Zilber king of fermentation. Myndi henda í eina rótsterka chili kássu fyrir strákana.
Hvaða tæki er mest notað í eldhúsinu þínu?
Ætli það sé ekki blenderinn.
Ef þú værir strandglópur á eyðieyju hvaða 3 hluti myndir þú hafa með þér?
Fullhlaðinn síma með myndinni Cast Away inná, blakbolta og hníf það má ekki gleyma honum.
Átt þú þér einhvern Signature dish?
Enginn eins og er, en einn í vinnslu.
Hver er uppáhalds íslenski veitingastaðurinn þinn?
Shoutout á strákana mína á Matbar, ég fer oft þangað þegar ég fer út að borða.
Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tímann gert í eldhúsinu?
Ég hef gripið hnífinn minn allavega tvisvar og sviðið hárin á hendinni minni á blow torch.
Hver er versta pic-up lína sem þú hefur notað?
Ég stunda ekki slíkt, en kærastan notaði eina á mig.
Hvaða persónu er þér minnisstæðast að hafa eldað fyrir?
Ég hef eflaust eldað fyrir flotta kokka sem ég einfaldlega man ekki eftir, en minnistæðast er þegar Channing Tatum kom í leyni smakk á Kolabrautina.
Hefur þú gert nýtískulegan rétt úr Þorramat og hvað var það og hvert var tilefnið?
Hef ekki prufað að gera það.
Hver tekur við keflinu, og af hverju?
Rafn Svansson á Dill fær þann heiður, mikið ljúfmenni og meistari!
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný