Freisting
Ein glæsilegasta íshátíð í heimi
Í yfir tvo áratugi hefur kínverska borgin Harbin boðið gestum og gangandi upp á eina glæsilegustu íshátíð í heimi. Þúsundir manna söfnuðust saman þegar hátíðin var sett í dag í tuttugasta og annað sinn, en þar er að finna einstaklega fallegar byggingar gerðar úr ís.
Í ár er hátíðin undir rússneskum áhrifum og ber þar meðal annars að líta eftirlíkingu af rauða torginu. Hátíðin laðar jafnan að fjölda fólks sem oft kemur langt að til að sjá listaverkin. Fjöldi fólks hefur lagt nótt við dag undanfarið til að gera hátíðina hvað glæsilegasta. Notaðir voru hundrað og tuttugu þúsund rúmmetrar af ískubbum og áttatíu þúsund rúmmetrar af hörðum snjó.
Hægt er að kíkja á fleiri myndir frá Íshátíðinni, með því að smella hér
Greint frá á vísir.is
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar5 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta6 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn1 dagur síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn1 dagur síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn2 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu





