Vertu memm

Uncategorized

Madonna með sitt eigið vín

Birting:

þann

Poppdrottningin Madonna hefur uppi áform um að setja á markað sitt eigið rauðvín á næsta ári. Hún mun kynna vínið nánar hinn 6. janúar næstkomandi en hún segir að vínið sé bruggað undir áhrifum af nýjustu plötu sinni, Confessions on a Dancefloor.

Það er vínframleiðandinn Celebrity Cellars í Kaliforníu sem bruggar vínið fyrir Madonnu úr Cabernet Sauvignon, Barbera og Pinot Grigio-þrúgum. Fyrirtækið selur einnig vín fyrir hönd Rolling Stones, sem er líklega öllu göróttara en það sem poppgyðjan sýpur enda er Keith Richards annálaður drykkjubolti og fær sér viskí í morgunmat samkvæmt goðsögninni. Það er þó ekki enn vitað hvort eða hvenær rauðvínið hennar Madonnu verði fáanlegt í ÁTVR.

Greint frá á visir.is

Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið