Frétt
Það verður mikið um dýrðir í Kødbyen hverfinu í Kaupmannahöfn – Terra Madre fer fram næstkomandi helgi
Það verður mikið um dýrðir næstkomandi helgi þar sem norræni Slow Food viðburðurinn Terra Madre Nordic fer fram í matarhverfi Kaupmannahafnar þ.e. Kødbyen hverfisins. Er þetta í fyrsta sinn sem að þessi viðburður er haldin á Norðurlöndum.
Hátíðin er haldin dagana 27. – 29. apríl 2018.
Fjölmargir íslenskir framleiðendur taka þátt þar sem boðið verður upp á skyr, þara, súkkulaði, rabarbara og að sjálfsögðu Íslenska lambið okkar og margt fleira.
Íslensku Slow Food kokkarnir verða á staðnum þau Gísli M. Auðunsson og Dóra Svavarsdóttir matreiðslumenn, en þau eru hluti af 10 kokkum af Chef’s Alliance á Íslandi.
Í boði verða ýmsar vinnustofur og smakkanir/smiðjur með áherslu á samtvinnun framleiðsluafurða og framleiðsluaðferðir, en um leið munu umræður/málstofur og ýmsar rökræður eiga sér stað. Markmiðið er að vekja athygli á norrænu samfélagi um sjálfbæra fæðuframleiðslu og neyslu, móta sterkari, traustari tengslanet og blása nýju lífi í umræður um góðan, hreinan og sanngjarnan Nýjan Norrænan Mat (New Nordic Food).
Dagskráin samanstendur af 80 sýningaraðilum, en búist er við um 200 Slow Food aðgerðasinnum frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Grænlandi, Íslandi, Færeyjum, Álandseyjum og Sápmi (Lapplandi).
Dagskrána í heild sinni er hægt að nálgast á vefslóðinni: www.tmn18.com
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars