Frétt
Nýr vefur veitingageirans
Veitingageirinn.is hefur endurnýjað vef sinn á slóðinni www.veitingageirinn.is.
Markmiðið með nýja vefnum er að auka sýnileika á áhersluþáttum vefsins sem eru meðal annars keppnir í veitingabransanum, ný veitingahús, hótel, vídeó, uppskriftir, gamalt og gott efni, styrktaraðilar vefsins og instagram með myllumerkinu #veitingageirinn. Einnig er lögð áhersla á að farsímaútgáfu vefsins.
Nýtt fréttabréfakerfi
Sett hefur verið upp nýtt fréttabréfakerfi sem nú keyrir á MaiChimp sem margir þekkja. Fréttabréf Veitingageirans býður lesendum upp á nokkra valmöguleika, þ.e. að fá sendar fréttir daglega eða vikulega, fá spennandi tilboð frá heildsölum og fréttabréf sem send eru sérstaklega þegar áhugaverðar fréttir og viðburðir eru framundan. Einnig geta lesendur valið alla möguleikana.
Hönnun og smíði vefsins
Sem fyrr var hönnun og smíði vefsins í höndum Tónaflóðs sem hefur verið helsti styrktaraðili vefsins í 15 ár.
Allar ábendingar vel þegnar á [email protected]
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra





