KM
Febrúarfundur Klúbbs matreiðslumeistara
Fyrir fund er okkur boðið að skoða glæsilegan sýningarsal A. Karlssonar í glænýju húsnæði þeirra við Víkurhvarf 8 og þiggja léttar veitingar.
Þaðan verður svo farið með rútu í Hellisheiðarvirkjun þar sem Orkuveita Reykjavíkur býður okkur í Prime ribs og flottheit að hætti hússins. Amerískt þema í matnum að þessu sinni. Alltaf flottur matur hjá Magnúsi Héðinssyni og félögum.
Sérstakur gestur fundarins verður veitingahúsarýnirinn Hjörtur Howser sem farið hefur mikinn í gagnrýni sinni í tímaritum og á bloggsíðu sinni. Nú ætlar hann að svara fyrir skrifin og segja sína skoðun umbúðalaust. Gætu orðið líflegar umræður.
Auk hans verða nokkrir gestir sem sérstaklega verða kynntir á fundinum.
Dagskrá fundarins er annars:
-
Sagt frá dómaranámskeiðinu í Svíþjóð
-
Sagt frá stöðu styrktarsamninga
-
Uppgjör nefndar um hátíðarkvöldverð
-
Önnur mál
Móttakan hjá A. Karlssyni (Víkurhvarf 8) hefst kl. 18:00 og verður farið með rútunni stundvíslega kl. 19:00
Maturinn er í boði Orkuveitunnar en rútan kostar kr. 1.000,-
Munið hvítan kokkkajakka, svartar buxur og pening fyrir happdrættinu.
Missið ekki af flottri móttöku hjá A. Karlssyni, höfðinglegu boði Orkuveitunnar og að hitta alla félagana í góðum gír.
Hjörtur Howser Hljómlista-dagskrárgerðarmaður og veitingarýnir
Hjörtur Howser Hljómlista-dagskrárgerðarmaður og veitingarýnir er gestur KM á febrúarfundi okkar.
Staðir sem hann hefur skrifað um eru t.d. ; Siggi Hall á Óðinsvéum, Fiskmarkaðurinn, Rauðará, Einar Ben ofl.
kveðja
Nefndin
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Frétt1 dagur síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var