Vertu memm

KM

Febrúarfundur Klúbbs matreiðslumeistara

Birting:

þann

Fyrir fund er okkur boðið að skoða glæsilegan sýningarsal A. Karlssonar í glænýju húsnæði þeirra við Víkurhvarf 8 og þiggja léttar veitingar. 

Þaðan verður svo farið með rútu í Hellisheiðarvirkjun  þar sem Orkuveita Reykjavíkur býður okkur í Prime ribs og flottheit að hætti hússins.  Amerískt þema í matnum að þessu sinni.  Alltaf flottur matur hjá Magnúsi Héðinssyni og félögum.
 
 Sérstakur gestur fundarins verður veitingahúsarýnirinn Hjörtur Howser sem farið hefur mikinn í gagnrýni sinni í tímaritum og á bloggsíðu sinni.  Nú ætlar hann að svara fyrir skrifin   og segja sína skoðun umbúðalaust.  Gætu orðið líflegar umræður.  
Auk hans verða nokkrir gestir sem sérstaklega verða kynntir á fundinum.

Dagskrá fundarins er annars:

  • Sagt frá dómaranámskeiðinu í Svíþjóð
  • Sagt frá stöðu styrktarsamninga
  • Uppgjör nefndar um hátíðarkvöldverð
  • Önnur mál

Móttakan hjá A. Karlssyni  (Víkurhvarf 8) hefst kl. 18:00 og verður farið með rútunni stundvíslega kl. 19:00

Maturinn er í boði Orkuveitunnar en rútan kostar kr. 1.000,- 

Munið  hvítan kokkkajakka, svartar buxur  og pening fyrir happdrættinu.

Missið ekki af flottri móttöku hjá A. Karlssyni, höfðinglegu boði Orkuveitunnar og að hitta alla félagana í góðum gír.

Hjörtur Howser Hljómlista-dagskrárgerðarmaður og veitingarýnir
 
Hjörtur Howser Hljómlista-dagskrárgerðarmaður og veitingarýnir er gestur KM á febrúarfundi okkar.
Staðir sem hann hefur skrifað um eru t.d. ;  Siggi Hall á Óðinsvéum, Fiskmarkaðurinn, Rauðará, Einar Ben ofl.

veitingaryni.blogspot.com

kveðja
Nefndin

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið