Keppni
Suðurlandsborgarinn 2009
Haldin á Vori í Árborg á Gónhól Eyrarbakka 23. maí 2009. Markmið keppninnar er að sýna fram á að allir hamborgarar eru ekki dæmigerðir vegaborgarar. Að hægt sé að nýta Matarkistu Suðurlands til að gera gómsætan hamborgara úr okkar góða hráefni s.s. kjöti, fisk, grænmeti, kryddjurtum, mjólkurvörum ofl.
Að velja á besta hamborgarann úr sunnlensku hráefni í 1.-3. sæti og einnig frumlegasta hamborgarann og þann sunnlenskasta.
Reglur
-
Keppnisrétt hafa allir Sunnlendingar.
-
Hver keppandi má senda tvo hamborgara í keppnina.
-
Skila þarf inn góðri lýsingu/uppskrift og teikningu.
-
Hráefnið á að vera sunnlenskt að eins miklu leyti og hægt er.
-
Keppendur þurfa að elda þrjá hamborgara ( 2 til dómara og 1 til útstillingar) og hafa 20 mínútur til að afgreiða þá.
-
Uppskriftir verð eign Matarklasa Suðurlands.
Dómarar
-
Yfirdómari: Alfreð Ómar Alfreðsson, forseti Klúbbs Matreiðslumeistara.
-
Ísólfur Gylfi Pálmason, hreppstjóri Hrunamannahrepps og orginal Sunnlendingur.
-
Tómas Tómasson, hamborgarakóngur Íslands og eigandi Hamborgarabúllunnar.
Vægi dóma
Uppskrift-teikning 10%
Hér er tekið tillit til uppskriftar og teikningar.
Sköpun 20%
Hér er verið að horfa til hugmyndar og sköpunar réttarins og tengingu við
Suðurland og matreiðsluhefða í héraðinu.
Framsetning 20%
Hér er tekið tillit til framsetningar, litar og samsetningar hráefnis
Bragð 50%
Hér er tekið tillit til þess að bragð sé í samræmi við hráefni og hefðir.
Metið salt,sýra,sæta og remma.
Metin er eldun.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður