Vertu memm

Keppni

Íslandsmeistarakeppni í Kjötsúpugerð – Svipmyndir

Birting:

þann

Keppnisreglur voru þannig að hráefnið þarf að vera sem mest íslenskt og skilyrði að kjötið sé svo, helst af hrúti en ekki skilyrði.

Hver keppandi þarf að koma með 6 lítra af kjötsúpu og leggja hana fyrir dómnefnd og gefa gestum og gangandi smakk á meðan keppni stendur.

Í ár var sú breyting að aðeins fengu veitingastaðir, félagasamtök og aðilar tengdir matvælaframreiðslu að taka þátt og voru keppendur eftirtaldir:

  • Hótel Norðurljós – Raufarhöfn
  • Veitingahúsið Eyrin – Þórshöfn
  • Öldrunarþjónustan – Kópaskeri
  • Kvenfélagið í Kjós
  • Fjallalamb

Dómarar voru:

  • Stefán Vilhjálmsson Kjötmatsmaður Akureyri
  • Ósk Þorkelsdóttir húsavík
  • Birgir Sveinbjörnsson
  • Níels Árni Lund skrifstofustjóri í Sjávar og landbúnaðarráðuneytinu

Dæmt var þannig að 60% dómsins kom frá dómurum og 40% frá gestum

Sigurvegari var Öldrunarþjónustan á Kópaskeri sem var löguð af Önnu Láru og Öldu Jónsdætrum .

Er þetta framtak þeirra á Raufarhöfn til fyrirmyndar og vonandi vex keppninni ásmegin í framtíðinni og verði að landshlutakeppni sem lyki með úrslitakeppni fyrsta vetradag.

Mynd og texti: Sverrir

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið