Frétt
Einn af stofnendum Slow Food samtakanna með fyrirlestur á Íslandi
Carlo Petrini er einn af stofnendum Slow Food samtakanna og formaður þess frá upphafi. Hann ferðast um heim allan til að koma skilaboðum á framfæri að við, sem neytendur, erum í raun sam-framleiðendur, og að maturinn okkar á að vera góður (mannréttindi en ekki forréttindi), ómengaður og sanngjarnt verð fyrir framleiðandann jafnt sem neytandann.
Í heimsókn sinni til Íslands fer Carlo meðal annars austur á Hérað og á Karlsstaðir og Djúpavog til að hitta bændur og smáframleiðendur.
HÁSKÓLATORGIÐ – Salur Ht – 101 – Aðgangur ókeypis
Carlo verður með fyrirlesturinn í Háskóla Íslands á þriðjudaginn 23. maí næstkomandi klukkan 13:30
Æviágrip Carlo Petrini
Á níunda áratug síðusta aldar, var Carlo Petrini, eins og svo margir aðrir, á rölti í Rómaborg og kom við á torginu við Spænsku tröppurnar frægu – þar var nýbúið að opna McDonald’s veitingastað. Fyrir blaðamanninn og sælkera eins og Carlo, var þetta algjörlega á skjön við ítalska menningu. Þessi alþjóðlegi skyndibitastaður (fast food) á þessum stað var einfaldlega móðgun við þá menningu og hefðir sem landið er þekkt fyrir. Í tilraun til að svara heimsvæðingu Fast Food og bjóða fram andhverfu hennar, kallaði Carlo saman hóp fólks sem hafði sömu hugsjónir og hann og stofnaði hreyfinguna Slow Food, sem er í dag orðin að hnattrænum samtökum sem starfa í 150 löndum.
Carlo Petrini hefur sjálfur margsinnis fengið viðurkenningu ýmissa fjölmiðla. Hann hefur verið valinn einn af 100 mikilvægustu einstaklinugum heims, fékk nafnbótina „European Hero“ hjá Time Magazine árið 2004 og The Guardian útnefndi hann árið 2008 meðal 50 einstaklinga sem gætu bjargað heiminum. Ýmsir háskólar hafa hampað mikilvægi þeirra skilaboða sem samtökin flytja um heim allan, meðal annars á Íslandi. Þessi skilaboð eru að maturinn okkar á að vera góður á bragðið, ómengaður og sanngjarn fyrir framleiðandann og neytandann – og það eru mannréttindi en ekki forréttindi að borða góðan mat.
Blaðamaðurinn, rithöfundurinn og talsmaður sjálfbærrar matvælaframleiðslu, Carlo Perini, fæddist 1949 í smábænum Bra á Norður-Ítalíu og allt frá 1980 hefur hann unnið að því að kynna vistvæna matargerðarlist. Hinn 9. desember 1989 var stefnuyfirlýsing Slow Food undirrituð í París þar sem rúmlega tuttugu sendinefndir víðs vegar úr heiminum voru samankomnar. Carlo Petrini var þá kjörinn formaður samtakanna og hefur gegnt því embætti síðan.
Með langtímasýn að vopni, hefur Carlo Petrini verið lykilmaður í þróun Slow Food, með því að hugsa upp og kynna verkefni hreyfingarinnar sem hafa nú náð mikilli útbreiðslu um allan heiminn. Meðal fjölmargra afreka hans má nefna stofnun háskóla í matargerðarlist í Pollenzo (í nágrenni Bra), en það er fyrsta stofnunin sem býður upp á þverfagleg nálgun í matvælatengdu námi. Hann er einnig maðurinn á bak við Terra Madre, tengslanet rúmlega 2.000 samfélaga tengdum mat, sem sameinar smábændur, veiðmenn, handverksfólk, kokka, ungt fólk, háskólafólk og sérfræðinga frá rúmlega 150 löndum. Carlo Petrini ferðast um heiminn og tekur þátt í ráðstefnum, hittir félaga í Terra Madre tengslanetinu, heldur fyrirlestra í fremstu háskólum og einnig í hinum mikilsvirtu Ivy League háskólum. Honum hefur verið boðið að taka þátt í umræðum um sjálfbærni matar og landbúnaðar hjá stofnunum Evrópusambandsins og hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). Árið 2016 var Carlo Petrini útnefndur sérstakur sendiherra FAO fyrir Evrópu í tengslum við alheimsátak stofnunarinnar sem kallast Ekkert hungur þar sem unnið er að því að útrýma hungri í heiminum.
Í starfi sínu sem blaðamaður skrifar hann reglulega í La Repubblica, eitt útbreiddasta dagblað Ítalíu, þar sem hann fjallar um efni eins og sjálfbæra þróun, ræktun, matargerðarlist og tengsl milli matar og umhverfis. Áður en hann hóf störf hjá La Repubblica skrifaði Carlo Petrini fyrir landsblöðin Il Manifesto og La Stampa. Allar tekjur hans af blaðamennskunni renna til Slow Food.
Carlo Petrini hefur einnig gefið út fjölmargar bækur: The Case for Taste (2001); Slow Food Revolution (2005); Slow Food Nation: Why Our Food Should be Good, Clean and Fair (2007, þýdd úr ítölsku á ensku, frönsku, spænsku, þýsku, pólsku, portúgölsku, japönsku og kóresku); Terra Madre (2011, þýdd á ensku, frönsku og þýsku). Meðal síðustu verka hans má einnig nefna „Cibo e libertà. Slow Food: storie di gastronomia per la liberazione“ (2013), Un’idea di felicità sem hann skrifaði ásamt Luis Sepùlveda (Guanda 2014), og Voler bene alla terra (Giunti e Slow Food Editore 2014). Árið 2016 var „Buono Pulito e Giusto“ endurútgefin tíu árum eftir fyrstu prentun.
Framlag Carlo Petrini í umræðuna um sjálfbærni matvæla og landbúnaðar í tengslum við matargerðarlistina hefur fengið viðurkenningu frá fræðasamfélaginu. Árið 2003, var hann sæmdur heiðursgráðu í menningarmannfræði við Istituto Universitario Suor Orsola Benincasa háskólann í Napolí og í maí 2006 hlaut hann heiðursnafnbót í hugvísindum frá University of New Hampshire (BNA) fyrir árangur í starfi sínu sem „byltingarkenndur boðberi [og] stofnandi háskólans í matargerðarlist“. Starf Carlo Petrini hefur einnig hlotið viðurkenningu háskólans í Palermo en árið 2008 var hann sæmdur heiðursgráðu í landbúnaðarvísindum.
Framúrskarandi framlag Carlo Petrini á sviði umhverfismála og sjálfbærrar þróunar hefur einnig vakið athygli Sameinuðu þjóðanna sem tilnefndi hann einn tveggja handhafa Champion of the Earth verðlaunanna árið 2013 fyrir „innblástur og aðgerðir“.
Færni hans í samskiptum, frumleiki og mikilvægi þeirra skilaboða, sem hann flytur og raungerast í verkefnum Slow Food um allan heim, hafa vakið áhuga alþjóðlegra skoðanamyndandi manna og fjölmiðla. Árið 2004 var hann útnefndur „European Hero“ af tímaritinu Time og í janúar 2008 var hann eini Ítalinn á lista hins virta breska dagblaðs The Guardian yfir þá „50 einstaklinga sem gætu bjargað heiminum“.
Slow Food á Íslandi: www.slowfood.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin