Vertu memm

Markaðurinn

Ecospíra hlaut hvatningarverðlaun garðyrkjunnar

Birting:

þann

Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar 2017

F.v. Guðríður Helgadóttir forstöðumaður Garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Íslands, Katrín H Árndóttir, stofnandi og eigandi Ecospíru og Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningaramálaráðherra

Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar hlaut Katrín H. Árnadóttir og fyrirtæki hennar, Ecospíra frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Sumardaginn fyrsta.  Ecospíra framleiðir heilsufæði, byggt á spíruðum fræjum, baunum og korni.

Hér að neðan er rökstuðningur dómnefndar:

Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar 2017Katrín H Árnadóttir stofnandi Ecospíru fær hvatningarverðlaun garðyrkjunnar árið 2017,  hún tók við verðlaununum á sumardaginn fyrsta, 20. apríl, úr hendi mennta- og menningarmálaráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni.

Í rökstuðningi dómnefndar segir að Ecospíra sé matvælafyrirtæki sem hefur það að markmiði að framleiða hágæða heilsufæði og smájurtir, byggt á spíruðum fræjum, baunum og korni. Fyrirtækið hefur lífræna vottun og fullt starfsleyfi til matvælaframleiðslu. Ecospíra hefur frá upphafi flokkað allan úrgang í lífrænan úrgang,  pappír og plast og er mjög lítill úrgangur frá fyrirtækinu sem ekki er endurnýttur.

Framleiðslan er í Hafnarfirði og fer annars vegar fram í sérstökum spíruvélum þar sem framleiddar eru um 10 mismunandi tegundir af lífrænum spírum á viku og hins vegar í hillukerfi þar sem framleiddar eru margar tegundir af smájurtum (e. Microgreens)  fyrir veitingahús.  Við spíruframleiðsluna er eingöngu notað sírennandi vatn og ljós.  Framleiðslan er í gangi allan ársins hring. Þá er fyrirtækið með vöruþróun í gangi á þurrkuðum spíruðum fræjum og korni í ýmsu formi.

Katrín stofnaði Ecospíru árið 2012. Hvatinn að stofnun fyrirtækisins var reynsla hennar af neyslu græns og spírað fæðis sem leið til bættrar heilsu. Katrín sem er viðskipta- og umhverfisfræðingur, starfaði lengst af við stjórnun og rekstur ásamt kennslu en breytti um stefnu þegar hún kynntist  spíruðu fæði og ákvað að hefja framleiðslu á þeim hér á landi.

Spírur og smájurtir frá Ecospíru eru nú í boði í flestum smásöluverslunum, í mötuneytum og í veitingahúsum á Íslandi í dag.

www.ecospira.is

Auglýsingapláss

 

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið