Markaðurinn
Campari til Ölgerðarinnar
Í dag þann 1. mars 2017 tók Ölgerðin Egill Skallagrímsson við umboði fyrir Campari og Aperol á Íslandi.
„Mætti nú segja að Campari sé komið aftur heim eftir að hafa prófað að flytja að heiman í nokkur ár“
, sagði Atli Hergeirsson vörumerkjastjóri Campari. Auk Campari verður mikil áhersla lögð á Aperol sem er einnig í eigu Campari Group en Aperol Spritz er nýjasta æðið í kokteilaheiminum í dag um alla veröld.
„Já, við erum gríðarlega spennt fyrir því að kynna þennan frábæra kokteil – Aperol Spritz, almennilega fyrir íslendingum. Ég sé fyrir mér appelsínugult sumar í ár og auðvitað er hægt að fá allt innihald í Aperol Spritz hjá okkur“
, sagði Atli og bætti við:
„Campari er svo auðvitað gríðarlega þekkt vörumerki á Íslandi sem og um allan heim og mætti segja að enginn bar geti verið án þess, hvar sem sá bar er í heiminum. Svo sannarlega er Campari einstaklega gott hráefni í bæði nýja og spennandi kokteila sem og nauðsynlegt í þessa gömlu góðu Campari kokteila sem flestir þekkja.“
Ölgerðin hefur eins og áður sagði þegar tekið við umboðunum og hafa má samband við söludeild þeirra fyrir nánari upplýsingar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla