Vertu memm

Markaðurinn

Campari til Ölgerðarinnar

Birting:

þann

Campari og Aperol á Íslandi

Í dag þann 1. mars 2017 tók Ölgerðin Egill Skallagrímsson við umboði fyrir Campari og Aperol á Íslandi.

„Mætti nú segja að Campari sé komið aftur heim eftir að hafa prófað að flytja að heiman í nokkur ár“

, sagði Atli Hergeirsson vörumerkjastjóri Campari. Auk Campari verður mikil áhersla lögð á Aperol sem er einnig í eigu Campari Group en Aperol Spritz er nýjasta æðið í kokteilaheiminum í dag um alla veröld.

„Já, við erum gríðarlega spennt fyrir því að kynna þennan frábæra kokteil – Aperol Spritz, almennilega fyrir íslendingum. Ég sé fyrir mér appelsínugult sumar í ár og auðvitað er hægt að fá allt innihald í Aperol Spritz hjá okkur“

, sagði Atli og bætti við:

„Campari er svo auðvitað gríðarlega þekkt vörumerki á Íslandi sem og um allan heim og mætti segja að enginn bar geti verið án þess, hvar sem sá bar er í heiminum. Svo sannarlega er Campari einstaklega gott hráefni í bæði nýja og spennandi kokteila sem og nauðsynlegt í þessa gömlu góðu Campari kokteila sem flestir þekkja.“

Ölgerðin hefur eins og áður sagði þegar tekið við umboðunum og hafa má samband við söludeild þeirra fyrir nánari upplýsingar.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið