Markaðurinn
Ný sýn á frosið grænmeti, ávexti og kryddjurtir í boði Garra og Ardo
Garri og Ardo stóðu fyrir glæsilegu námskeiði og kynningu á Ardo vörum undir fyrirskriftinni „Ný sýn á frosið grænmeti, ávexti og kryddjurtir“. Námskeiðið fór fram í húsakynnum Garra þann 14. og 15. febrúar síðastliðinn þar sem Peter De Wandel sýndi aðferðir við matreiðslu úr hráefni frá Ardo.
Mikil ánægja var meðal þátttakenda en rúmlega 100 manns sóttu námskeiðið sem þótti afar vel heppnað í alla staði, skemmtilega framsett og fullt af fróðleik.
Námskeiðið byggðist upp á upplýsingum og kynningu á hversu fersk og næringamikil varan frá Ardo er í samanburði við kælt grænmeti sem kemur skemmtilega á óvart. Einnig var yfir uppskriftir og notkun á mörgum spennandi vörum frá Ardo, dýrindis réttir eldaðir úr hráefninu og fór Peter hreinlega af kostum þegar háð var svokölluð kokkaorrusta eða „Chefs battle“.
Peter De Wandel notaðist við Ardo hráefni frá Garra í réttina eins og sólþurrkaða tómata, salsa Mexicana, Mediterranean brunoise, sætar kartöflur og sætkartöflu franskar, spennandi kryddjurtir, smokey BBQ mix, Retro veg mix, quinoa sem hann djúpsteikti, ávaxta mix í smoothies ásamt fjölmörgum öðrum spennandi vörum.
Smellið hér til að skoða myndir frá námskeiðinu.
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt23 klukkustundir síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Hátíðarkveðjur