Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Hamborgarafabrikkan – Veitingarýni – Trufflumatseðill

Birting:

þann

Trufflumatseðill - Hamborgarafabrikkan

Hamborgarafabrikkan veitir lifandi og skemmtilega þjónustu og hefur ávallt boðið upp á hágæðamat úr hágæðahráefni og á staðurinn hrós skilið fyrir það.  Hjartað í matseðli Hamborgarafabrikkunnar eru ferkantaðir hamborgarar, en þar er líka að finna forrétti, fersk salöt, grísarif svo fátt eitt sé nefnt.

Á hverju ári býður Hamborgarafabrikkan uppá nýjunga t.a.m. hamborgarana Rúdolf, Heiðar og Páskalamborgarinn.

Þessa dagana kynnir Hamborgarafabrikkan trufflumatseðilSSS sveitin ákvað að kynna sér þetta nánar og mætti á staðinn. Þetta er eingöngu í boði á Höfðatorgi.

Þá er best að kynna hvað er í boði:

120 gramma ungnautahamborgari sem er penslaður mað truffluhunangi.  Auk þess er að finna hvítlauksgrillaða sveppi, japanskt trufflumajónes, Boston kál, stökk Serrano skinka og karamelliseraður rauðlaukur.  Þetta er svo borið fram í Brioche brauði, að sjálfsögðu ferkantað eins og hamborgarinn, einkenni staðarins.

Með þessu fylgja franskar kartöflur sem stráðar eru með truffludufti.  Auk þess er í boði (gegn aukagjaldi) trufflumajónes, trufflubearnaise og truffluhunang.

Trufflumatseðill - Hamborgarafabrikkan

Stjarnan á Trufflumatseðli Fabrikkunnar er truffluborgari sem fékk nafnið Il Maestro. Um er að ræða heiðursborgara Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara sem bjó og starfaði við sönglist á Ítalíu í hartnær fjóra áratugi.

Trufflumatseðill - Hamborgarafabrikkan

Truffludufti er stráð yfir Brioche brauðið

Trufflumatseðill - Hamborgarafabrikkan

Ef ekki er beðið um sérstaka steikingu þá eru hamborgararnir grillaðir medium rare

„Hamborgarinn var mjúkur og safaríkur, greinilega úr góðu og meyru kjöti.  Þetta blandaðist svo ágætlega saman með meðlætinu, trufflubragð úr hunanginu kom svo rétt í gegn.  Serranoskinkan var stökksteikt, það er umdeilanlegt hvort hún er betri þannig eða steikt með mýkri meðhöndlun.
Frönsku kartöflurnar þarf ekki að ræða, stökkar og fínar eins og við er að búast á þessum stað.  Þær voru stráðar með truffludufti, alveg mátulega og yfirgnæfði ekki bragðið af kartöflunum.“

Trufflumatseðill - Hamborgarafabrikkan

Skyrterta með truffluhunangi

Skyrterta með truffluhunangi

„Skyrtertan var sú hefðbundna sem hefur verið alla tíð á Fabrikkunni og stendur alltaf fyrir sínu. Truffluhunangi var síðan hellt yfir.  Tertan var góð, enda vinsæl á staðnum.  Það er bara eitt sem mætti hafa í huga þegar hunanginu er bætt við á diskinn þá verður þetta aðeins of sætt.  Betra hefði verið að laga sértertu fyrir þetta tilefni með meiri sýru til að virka á móti sætu hunanginu.“

Trufflumatseðill - Hamborgarafabrikkan

Á meðan við vorum að borða fjölgaði Íslendingum um einn og eru núna 336.422 þúsund.

Við komum á mánudegi, mættir klukkan 18:00 og þegar við fórum um klukkan 20:00 var staðurinn orðinn þéttsetinn.  Vel gert.  Fimm gestir áttu afmæli þetta kvöld, en afmælisbörn fá afmælisís í boði Fabrikkunnar og íslenskt óskalag að eigin vali, alltaf skemmtilegt að vera vitni af slíkum viðburðum.

Á Íslandi eru þrjár Fabrikkur: Á Höfðatorgi, í Kringlunni og á Hótel Kea Akureyri.

Niðurstaða:
Truffluborgaramátíð er svona spari spari og upphefur hina áratuga hamborgaratilurð og viðheldur framþróun þessar afar vinsæla skyndibita sem hamborgarinn er.

Við gengum sælir og létttrufflaðir út í nóttina.

Þeir félagar Sigurður Einarsson, Sigurvin Gunnarsson og Smári Valtýr Sæbjörnsson skipa SSS sveitina. Hér er á ferðinni matreiðslumenn hoknir af áratuga reynslu í veitingabransanum. Hægt er að hafa samband við SSS sveitina á netfangið: [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið