Smári Valtýr Sæbjörnsson
Essensia – Veitingarýni
Veitingastaðurinn Essensia er staðsettur neðarlega á Hverfisgötunni eða nánar tiltekið beint á móti Arnarhóli er vel heppnaður staður með ítölsku þema en hann opnaði í lok ágúst s.l.
Flottar innréttingar, róttækar miðað við marga aðra veitingastaði, hlýlegur og þegar SSS sveitin heimsótti staðinn á einu mánudagskvöldi þá var salurinn nær fullsetinn og samt náði staðurinn að skapa létt og skemmtilegt andrúmsloft og fékk okkur til að líða vel.
Einföld og góð matreiðsla sem ræður ríkjum á Essensia en það er Hákon Már Örvarsson sem er eigandi og yfirmatreiðslumaður staðarins. Hákon er einn af færustu matreiðslumönnum Íslands en hann hefur unnið til ýmissa alþjóðlegra verðlauna. Má þar nefna bæði bronsverðlaun í Bocuse d’Or og brons í keppninni Matreiðslumaður Skandinavíu. Hákon hefur ásamt því starfað á Michelin stöðum víðsvegar um heiminn.
Við félagarnir höfðum heyrt margt jákvætt um þennan stað og mæltum okkur mót eitt kvöldið til að upplifa og prufa á eigin skinni. Okkur var vísað til sætis og Hákon Már var ekki langt undan og áttum við gott spjall við hann um staðinn og matinn.
„Fyrst kom á borðið ristaðar möndlur og ferskar ólífur. Hreinsaði bragðlaukana fyrir því sem á eftir kæmi.“
„Næst kom carpaccio úr nautalund með karsa, sítrónu og parmesan. Lauflétt sælgæti“
„Þjónninn okkar bauð okkur uppá að fá sérlagaða undursamlega kaldpressaða ólífuolíu staðarins sem við notuðum að vild og var til taks alla máltíðina, Smart !“
„Arancini risottobollur með marinara sósu. Bollurnar voru fremur hlutlausar. Hefðu mátt vera bragðmeiri, sósan bætti það aðeins upp.“
„Vegetariano var ágætur grænmetisréttur úr gulrófum, rauðrófum, ricotta-osti, appelsínu bragðbætt með dijonsinnepi og myntu. Þetta harmoneraði vel saman.“
„Góður réttur, en helst til aðeins of saltur sem stafaði að mestu af laxahrognunum“
„Húsplatti: Hér komu 3 tegundir af þurrkuðu kjöti. Bresaola nautavöðvi, Coppa di Parma og Parmaskinka. 2 tegundir af ítölskum ostum og með þessu kom ristað súrdeigsbrauð og epla-, og sinnep chutney. Þvílíkt sælgæti og var slegist um bitana, það gott var það.“
„Mjög gott, bæði humar og saltfiskbragðið kom vel í gegn og í heild góður réttur.“
„Pizza Margherita. Ekta ítalskt. Svona eiga pizzur að vera.“
„Lambaskanki í Marokkokryddum og þurkuðum ávöxtum. Á borðið kom stór pottur með meyru, langtímaelduðu kjöti af lambaskönkum. Í sósunni fundum við m.a. apríkósur og fíkjur, kanil og stjörnuanís. Bankabygg og rótargrænmeti kom í sérskálum. Hér kom Miðjarðarhafið sterkt inn. „
Að lokum kom á borðið úrval af eftirréttum:
„Bombolini: Djúpsteiktar bollur úr kleinuhringjadeigi með sítrus og kardimommukremi. Bragðaðist ágætlega en vantaði meira bragð og karakter.“
„Affogate: Kaka með vanilluís og espresso. Mjög góð og flott samsetning.“
„Tiramisu: Þetta var ekta og gerist ekki betra. Tiramisu hefur sést hér í ýmsum útfærslum, misjafnlega góðum. Þetta var toppurinn og góður endir á frábærri máltíð“
Þjónustan var fagleg og fumlaus með hæfilegan orðaforða við útskýringar á réttum.
Það er að færast töluvert í aukana að veitingahús bjóði upp á deilidiska líkt og Essensia gerir og er þetta virkilega skemmtileg hugmynd, skapar stemmingu og auðveldar fólki að deila rétti, bragða og rökræða.
Borðbúnaður og áhöld falleg og augljóslega valin af kostgæfni fyrir hlutverk sitt, sama með borð og sæti góð eftir 3ja tíma máltíð.
Essensia er mjög vel heppnaður staður bæði hvað varðar útlit og hönnun. Maturinn er ferskur og einfaldur, það er að segja hráefnið fær að njóta sín og er ekki drekkt með of miklu kryddi eða aukahlutum.
Essensia er góð viðbót við ört stækkandi flóru af veitingahúsum í Reykjavík.
Við gengum sælir út í nóttina.
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro