Markaðurinn
Íslensk kaldpressuð extra virgin repjuolía frá Sandhól
Ásbjörn Ólafsson hefur hafið sölu og dreifingu á þessari frábæru olíu.
Ræktun á repjuplöntunni og framleiðslan á olíunni fer fram á bænum Sandhóli í Meðallandi.
Repjufræið er pressað við lágt hitastig. Olían er unnin úr fyrstu pressun sem þýðir að hún er fyrsta flokks og öll næringarefnin haldast í olíunni.
Olían inniheldur mikið magn af omega fitusýrum (3 og 6) og er rík af E-vítamíni.
Olían hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur af fagfólki og flestir eru sammála um að það sé hnetukeimur af henni og bragðið minni einnig á lárperu og graskersfræ.
Kaldpressaða repjuolían frá Sandhól er skemmtileg viðbót við olíuflóruna og hentar sérstaklega vel í skandinavíska matargerð.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu





