KM
Fyrsta gullið af fjórum mögulegum komið
Keppnissvæðið í heita matnum. Íslenska fánann má sjá þarna til hægri á myndinni
Í fyrsta sinn í sögu Kokkalandsliðsins á ólympíuleikum fékk liðið gull fyrir heita matinn í dag. Allt gekk mjög vel, þau voru öll mjög yfirveguð og útkoman eftir því sagði Alfreð Ómar Alfreðsson forseti Klúbbs Matreiðslumanna í samtali við fréttamann, en hann er landsliðinu til halds og trausts ásamt fríðu föruneyti.
Nú er undirbúningur fyrir kalda borðið hafinn og verður ekkert sofið næstu sólarhringa, en borðið á að vera klárt og uppsett miðvikudagsmorgun.
Á þriðja hundrað myndir hafa verið settar inn á myndasafnið, en það er meistarinn Guðjón Steinsson sem tók myndirnar. Myndirnar eru teknar þannig að það er auðvelt að skoða minnstu smáatriðin í réttunum, glæsilegt framtak hjá Guðjóni.
Myndirnar eru frá þriðja degi eða í gær 19. Október. Til gamans má geta að Danirnir fengu 3 gull fyrir kalda borðið en Ísland keppnir einmitt í kalda borðinu á miðvikudaginn eins og áður sagði.
Smellið hér til að skoða myndirnar af kalda borðinu hjá Dönunum
Smellið hér til að skoða blandaðar myndir af keppninni
Smellið hér til að skoða myndir af heita matnum (Myndir frá íslenska landsliðinu í heita matnum eru væntanlegar)
Smellið hér til að skoða myndir frá undirbúningi íslenska kokkalandsliðins í gær fyrir heita matinn í dag
Ef vefslóðirnar beint í myndasafnið virka ekki, þá smellið á eftirfarandi vefslóð:
www.freisting.is/myndagalleri/public.asp?public_user=1
> Kokkalandslið > Erfurt 2008 | myndasöfnin
Athugið að myndirnar eru frá gærdeginum 19 október.
Mynd: Guðjón Steinsson | Texti: Smári Valtýr Sæbjörnsson
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Keppni13 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit