Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Óteljandi bragðtegundir

Birting:

þann

 

Holtsel

Bóndinn Guðmundur Jón Guðmundsson á fullu í ísframleiðslu

Fjölskyldan að Holtseli í Eyjafirði framleiðir sælkeraís með alls konar bragði og annar ekki eftirspurn.

„Við rákum augun í auglýsingu frá hollenskum aðilum þar sem boðið var upp á aðferð til að auka nýtingu á mjólkurafurðum. Við sendum tölvupóst til að kanna málið og vorum komin til Hollands viku síðar,“ segir

Guðmundur Jón Guðmundsson, bóndi að Holtseli í Eyjafirði, sem framleiðir sælkeraís sem nefnist Holtselshnoss ásamt konu sinni, Guðrúnu Egilsdóttur, og dótturinni Örnu Mjöll. Að sögn Guðmundar tók undirbúningsferlið um tvö ár og segir hann að yfirvöld á Íslandi hafi verið lengi að taka við sér þegar leitað var eftir leyfi.

„„Það má segja að við höfum brotið ísinn í bókstaflegri merkingu þegar við hófum framleiðslu,“ segir Guðmundur en Holtsel er eina mjólkurbúið á Íslandi sem framleiðir ís af þessu tagi. Á bænum eru í dag sextíu kýr ásamt slatta af hænum eins og Guðmundur orðar það og nú hefur ísgerðin skapað tvö ný störf. „“Holtsel notar eigin afurðir í ísinn bæði mjólk og egg en það fara um sextíu eggjarauður í níu lítra af ís og hámarksafköst á dag eru 150-170 lítrar,“ segir Guðmundur en hann er aðeins hálftíma að búa til ísinn.

Holtsel

Á höfuðborgarsvæðinu fæst ísinn aðeins í Nóatúni en fyrir norðan er hægt að nálgast hann í Holtseli þar sem einnig er rekið kaffihús á sumrin, hjá sælkerabúð Friðriks V og í Heilsuhorninu.

„“Við hættum að anna eftir­spurn eftir fyrstu vikuna og ég held að við séum eini birgir­inn þar sem Nóatún þarf að vera á biðlista,“ útskýrir Guðmundur hlæjandi og bætir við að Nótaún bjóði upp á sex bragð­tegundir af Holtselshnossinu.

„Við getum framleitt 30-50 tegundir, allt eftir hvernig liggur á okkur. Þar á meðal er skyrís með íslenskum bláberjum í samstarfi við KEA. Sá er öskrandi fjólublár og án allra litarefna. Hins vegar fæst hann aðeins þegar berjavertíðin stendur yfir,“ útskýrir Guðmundur og segir hverfandi litla notkun á rotvarnarefnum í ísnum.

Ásamt venjulegum ís býður Holtsel einnig upp á ís fyrir sykursjúka og tekur við sérpöntunum. „“Við höfum verið að gera Grand Marnier-ís og jafnvel tekið á móti fólki sem velur ís úr litaflórunni okkar fyrir brúðkaupið sem er þá í stíl við skreytingarnar,“ segir Guðmundur og nefnir eina tegund sem þykir æði sérstök. „“Lakkrísísinn fer misjafnlega í fólk og er kannski sá sérstakasti. Annaðhvort finnst fólki hann alveg hrikalega vondur eða mjög góður.“

Það var fréttablaðið sem greindi frá þessari skemmtilegri viðbót í matargerðarmenningu okkar Íslendinga.

Myndir: Holtsel

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið