Freisting
Kynning á indverskri matreiðslu

Fréttaritari kíkti í dag á kynningu á indverskri matreiðslu í Hótel og Matvælaskólanum, þar sem Sharwoods vörumerkið var í hávegum haft undir leiðsögn hins virta indverska matreiðslumanns Munish Manocha.
|
|
Frábær kynning sem var um tvær klukkustundir og fór Munish í gegnum hefðina á Indverski matseld, leiddi okkur í gegnum margvíslegan fróðleik,….
til að mynda fór hann í hvernig á að útbúa eigin kryddblöndu, marineringu úr Sharwoods vörunum og Munish Manocha endaði á kynningunni með því að elda gómsætan mat úr, lambi, kjúkling, fisk, svo eitthvað sé nefnt.
Heimsókn Munish er mikill hvalreki fyrir íslenska matreiðslumenn. Hér er um mjög virtan fagmann að ræða eins og sjá má á kynningu með því að smella hér (Word skjal). Í dag starfar Munish fyrir breska fyrirtækið RHM culinary www.rhm.co.uk sem er framleiðandi Sharwoods vörumerkisins, www.sharwoods.co.uk í Bretlandi, sem segja má að séu höfuðstöðvar indverskrar matreiðslu, er Sharwoods merkið lang þekktasta vörumerkið þegar kemur að indverskri og austurlenskri matreiðslu.
Það var Ekran sem stóð fyrir kynningunni og vill fréttamaður þakka fyrir frábæra kynningu á Indverskri matreiðslu.

-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar4 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Keppni6 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík





