Vertu memm

Frétt

Ungkokkar til Scot Hot

Birting:

þann

Ungkokkur

Stutt er í það að Klúbbur Matreiðslumeistara sendir Ungkokka sína í keppnina Scot Hot, en hún er haldin 26-28 febrúar næstkomandi.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ungkokkar Íslands keppa og eru 5 keppendur sem koma til með að keppa fyrir Íslands hönd, en þau eru:

Ari Freyr Valdimarsson, en hann lærði fræðin sín á lækjabrekka árin 2001-2005 og starfar nú á Thorvaldsen bar grill bistro

Guðjón Kristjánsson lærði fræðin sín á Grandhótel á árunum 2002-2006 og starfar nú sem matreiðslumaður á hinum fræga og rótgróna veitingastað Humarhúsið.

Sigurður Rúnar Sigurðsson lærði fræðin sín á veitngastaðnum Einar Ben á árunum 2001-2005 og starfar nú sem matreiðslumaður á Vox.

Rúnar Þór Larson lærði fræðin sín á Grandhótel á árnum 2002-2006 og starfar nú á Grillinu í Radisson SaS hótelinu undir leiðsögn einn færasta matreiðslumann okkar Íslendinga, hann Bjarni Gunnar Kristinsson.

Vigdís Ylfa Hreinsdóttir er enn matreiðslunemi og er hún að læra á Argentína steikhús og hóf hún námið sitt fyrir þremur árum eða árið 2004.

Sérlegur ráðgjafi hópsins er Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, yfirmatreiðslumaður Sjávarkjallarans en hún verður með í för sem þeirra stoð og stytta.

Keppt verður í heita eldhúsinu að þessu sinni, en það fer þannig fram að eldaður er hádegisseðill fyrir 50 manns, 3ja rétta. Síðan fara Ungkokkarnir í sýnikennslueldhús, þar sem þau þurfa að sýna fram á ákveðna þekkingu á 4 réttum fyrir 2.

Mynd: úr safni og tengist fréttinni ekki beint

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið