Freisting
Dominique á meðal snillinganna
Fyrsti dagurinn [í gær 23 jan.] í Bocuse dOr er að baki. Fyrstu 12 löndin af 24 hafa framreitt það besta sem þau geta með skylduhráefnin Bresse hænsfugl og lúðu það var meiri aðsókn í áhorfandastúkunum í dag heldur en í gær fyrir Kökumeistarakeppnina, sömuleiðis var nokkur troðningur í fjölmiðlastæðinu niðri við keppnissvæðið.
Þetta er tilkomumikið sjónarspil þegar keppendur senda verkin sín frá sér, fyrst er farið með glæsilegu fötin fyrir dómurunum, næst er einn hringur tekinn fyrir fjölmiðlamenn og fatið endar loks hjá nemum og kennurum Hótel- og Matvælaskóla Bocuse, sem sjá um framreiðslu, óaðfinnanlega.
Heiðursdómnefnd er skipuð af Paul Bocuse og Frakkanum Serge Viera sem vann Bocuse dOr 2005, svo og Heston Blumenthal frá Fat Duck. Sturla okkar Birgisson dró hlutverkið um að dæma kjötréttina, en hann dæmdi fiskinn síðast. Kunnugleg andlit sitja við dómaraborðið, Olivier Roellinger, Eyving Hellström, Matthias Dahlgren, Léa Linster og fleiri.
Í áhorfandastúkunum var margt um manninn, en það heyrðist mest í Spánverjunum sem meira að segja rændu hljóðnema frá kynninum hinum ágæta sjónvarpskokki Vincent Ferault. Það er greinilegt að sjónvarpsvélar keppninnar gæla við hópana sem láta heyra í sér, nóg verður að gera hjá þeim á morgun! Frakkar, Norðmenn, Svíar, Danir, Svísslendingar að ótöldum Íslendingar eiga eftir að sýna hvað í þeim býr á morgun.
Það hvíslast manna á milli hversu góður Svíin er, Daninn Rasmus Kofoed tekur þátt í annað sinn sem er einsdæmi og sem meira er var hann Bocuse de Bronze síðast, Norðmenn eru áberandi alls staðar… Þeir hafa verið í mörg ár kostunaraðilar Bocuse dOr og í uppáhaldi hjá skipuleggjendum þeir eru góðir til að markaðsetja sig svo tekið sé eftir.
Eitt gott dæmi er lúðan, sem þeir senda á markaðinn í Frakklandi undir nafni sem hefur fengið lögvernd og þýðir á góðri íslensku heilagfiskur. Hverjum hefði dottið það í hug?! Einu íslensku nöfnin sem hafa sést á sýningarsvæði eru Icelandic, vel áberandi, og Bakkavör (… salöt og ávextir í pokum!!) en Snæfiskur bauð okkur á bás spænsk-fransks umboðmannsins síns í smá móttöku áður en við fórum heim á leið hressandi og ljúft til að takast á við… snjókomu sem hefur ekki hætt síðan!
Aðsendur pistill frá Dominique, Lyon.
www.vinskolinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt7 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024