Markaðurinn
Ný sending af vönduðum vörum í eldhúsið frá franska framleiðandanum de Buyer
Ný sending var að detta í hús hjá Ormsson af vörum frá franska framleiðandanum de Buyer. Ormsson byrjaði að selja vörurnar frá de Buyer í lok sumars, síðan þá höfum við jafnt og þétt aukið vöruúrvalið frá þeim og hafa vörurnar svo sannarlega slegið í gegn hjá viðskiptavinum okkar.
Fyrir þá sem þekkja ekki til þá er de Buyer franskur framleiðandi á pottum, pönnum, bökunarvörum og öðrum eldhúsáhöldum. Fyrirtækið var stofnað árið 1830, er í dag einn virtasti framleiðandi Frakklands í vörum til eldunar og bökunar. Fyrirtækið er samstarfaðili „The Paul Bocuse Institute“, „National School of Pastry“, „École de Cuisine Alain Ducasse“, „The Ecole Ferrandi“ og fleiri virtra stofnanna í Frakklandi.
de Buyer Mineral B Járnpönnur
Í dag bjóðum við upp á yfir 16 útgáfur af hinum vinsælu Mineral B járnpönnum frá de Buyer frá 12-36cm í mismunandi útfærslum. Það sem gerir Mineral B pönnurnar einstakar er að þær eru úr 100% náttúrlegum efnum, 99% úr hágæða járni án allra aukaefna og án húðunar sem inniheldur skaðleg efni eins og PFAO og PTFE. Pönnurnar koma húðaðar með býflugnavaxi sem verndar þær gegn oxun og auðveldar fyrstu olíuhúðun pönnunar. Því meira sem pannan eru notuð því svartari verður hún og því betri verður húðunin sem veldur því að frábærir „non-stick“ eiginleikar pönnunar aukast með hverri notkun. Pönnurnar mega fara í ofn, virka á allar tegundir af helluborðum og ná einstaklega háum hita á stuttum tíma og því taldar af mörgum besti mögulegi kosturinn þegar á að steikja og loka kjöti.
de Buyer Prima Matera Koparpottar og Pönnur
Prima Matera línan er sú flottasta frá de Buyer. Vörurnar í línunni eru úr 90% kopar og 10% AISA 304 ryðfríu stáli að innan. Allar vörurnar í Prima Matera línunni eru með heilum botni en ekki samsettum eins og oft vill vera. Heill botn gerir hitaleiðnina mun betri, sér til þess að potturinn/pannan þolir mun meiri hitabreytingar og endingin verður mun lengri. Það er til dæmis engin hætta á því að botninn springi af við snögga kælingu í í köldu vatni. Allir pottarnir og pönnurnar í línunni mega fara í ofn og virka á allar tegundir af helluborðum: heilsteyptar hellur, gas, keramik og span.
Hágæða vörur fyrir atvinnueldhús og matreiðslumeistara
De Buyer býður upp á mikið úrval af pottum, pönnum, skurðfærum, eldhúsáhöldum, bökunarvörum, og öðrum vörum fyrir atvinnueldhús og kokka af öllum stærðum og gerðum. Við hjá Ormsson viljum bjóða öllum þeim veitingastöðum, eldhúsum, hótelum, matreiðslumönnum og konum sem hafa áhuga á að eignast og nýta sér einhverja af þeim yfir 3.000 vörum sem de Buyer framleiðir að hafa samband við okkur.
Upplýsingar um vörulínu de Buyer má nálgast á heimasíðu www.debuyer.com og hjá Stefán Már Melstað í síma 530-2889 eða [email protected] ef þú hefur einhverjar spurningar eða hefur áhuga á að fá ítarlegan vörubækling frá de Buyer.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta7 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt3 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum