Vertu memm

Freisting

Met í jólaverslun með mat og drykk

Birting:

þann

Landsmenn gerðu vel við sig í mat og drykk í jólamánuðinum og vörðu meira til veislufanga nú en síðustu árin. Velta í dagvöruverslun var 4,4% meiri í desember miðað við sama mánuð í fyrra, á föstu verðlagi, en þá á sér stað leiðrétting á verðlaginu með því að taka tillit til verðbreytinga sem hafa orðið á tímabilinu.

Vísitalan dagvöruverslunar hefur ekki verið hærri frá því að mælingar hófust í lok árs 2001.

Ef miðað er við breytilegt verðlag, en þá er miðað við þá krónutölu sem er í gangi hvert sinn sem mælt er óháð öllum öðrum áhrifum, var veltan í dagvöruverslun 13,5% meiri í desember 2006 en í desember 2005.

Sala á áfengi jókst um 5,6% milli ára á föstu verðlagi og hefur vísitala þess ekki verið hærri frá upphafi mælinganna 2001, eða 218,5 stig á föstu verðlagi, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.

„Undanfarna mánuði hefur velta í dagvöruverslun heldur dregist saman milli mánaða og tiltölulega hógværar hækkanir hafa verið í samanburði á milli ára. Þetta hefur verið túlkað þannig að þensla fari minnkandi og einkaneysla að dragast saman. Líklegt má telja að sú þróun haldi áfram og óvíst að veisluhöld um jólin hafi nokkur áhrif á þá þróun,“ samkvæmt frétt frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.

Greint frá á Mbl.is

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið