Vertu memm

Keppni

Tryggvi Þór og Tumi Ferrer kepptu í Heimsmeistarakeppni kaffibarþjóna og kaffigerð – Myndir og Vídeó

Birting:

þann

Dublin, höfuðborg Írlands

Í Dublin, höfuðborg Írlands var nú á dögunum haldin stór kaffihátíð sem ber heitið „World of Coffee“. Á hátíðinni var þétt og fjölbreytt dagskrá og meðal þess sem hægt var að fylgjast með heimsmeistarakeppni kaffibarþjóna og heimsmeistarakeppni í kaffigerð. Einn kaffibarþjónn frá hverju landi öðlast keppnisrétt til að keppa á heimsmeistaramóti í hverri kaffigrein og voru fulltrúar Íslands að þessu sinni Báðir að vinna hjá Te & Kaffi: Tryggvi Þór Skarphéðinsson, Íslandsmeistari kaffibarþjóna, og Tumi Ferrer, Íslandsmeistari í kaffigerð.

Skrunið niður til að horfa á vídeó

Heimsmeistarakeppni kaffibarþjóna

World of Coffee - Dublin 2016 - Tryggvi Þór Skarphéðinsson

Skjáskot úr myndbandi

Í keppninni sem Tryggvi tók þátt í þurfti að reiða fram alls 12 drykki, eða 4 espresso, 4 espressodrykkir með heitri mjólk og 4 frjálsir drykkir, eins konar óáfengir espresso kokteilar. Á meðan Tryggvi undirbjó og framreiddi drykkina fylgdust dómarar með honum úr öllum áttum og gáfu stig fyrir tækni, bragðgæði og fagmannleg vinnubrögð. Eins og gefur að skilja krefst þessi keppni gífurlegs undirbúnings og var Tryggvi búinn að eyða mörgum mánuðum í að fínpússa keppnisrútínuna sína, sem er blanda af fyrirlestri, framreiðslu eins og á fínum veitingastað og þaulæfð tæknileg sýning á espressodrykkjagerð.

World of Coffee - Dublin 2016

Sigurvegararnir í heimsmeistarakeppni kaffibarþjóna
1. sæti: Berg Wu frá Taiwan
2. sæti: Yoshikazu Iwase frá Japan
3. sæti: Ben Put frá Canada
4. sæti: Lem Butler frá USA
5. sæti: Charlotte Malaval frá France
6. sæti: Lex Wenneker frá The Netherlands.
Myndina tók Jake Olson fyrir World Coffee – www.worldbaristachampionship.org

Tryggvi keppti með kaffi frá Brasilíu sem heitir Fazenda Raihna og gerði með því þrenns konar drykki fyrir dómarana: espresso, mjólkurkenndan espressodrykk í svipuðum hlutföllum og cortado og seinast gerði hann kaffikokteil í fallegu desertvínglasi sem innihélt m.a. kældan espresso, pekanhnetur, rjóma og kókos-sykur. Því miður komst Tryggvi ekki áfram í undanúrslit en samkeppnin hefur orðið harðari með árunum og eru dæmi um að kaffibarþjónar taki sér frí til langs tíma frá vinnu til að undirbúa sig fyrir keppni.

pdf_icon Heildarúrslitin í Heimsmeistarakeppni kaffibarþjóna

Heimsmeistarakeppni í kaffigerð

World of Coffee - Dublin 2016 - Tumi Ferrer

Skjáskot úr myndbandi

Degi síðar keppti Tumi í heimsmeistarakeppni í kaffigerð, en hann notaði kaffi frá Sidamo í Eþíópíu, frá samvinnufélagi sem heitir Hunkute. Keppni í kaffigerð er mun einfaldari í sniðum en keppendur þurfa einungis að framreiða þrjá bolla, sem þó þurfa að vera gerðir sitt í hvoru lagi. Tumi notaðist við kaffið þegar það var upp á sitt ferskasta, auk þess sem hann hellti upp á kaffið með óvenjulegri uppskrift til að draga fram meiri ilm og fyllingu í kaffið. Því miður dugði það ekki til að komast í úrslit í þetta skiptið. Báðir íslensku keppendurnir hafa þó talað um að þeir hafi dregið mikinn lærdóm út úr keppninni sérstaklega eftir að hafa farið yfir stigin með dómurunum til að rýna betur í hvað hefði mátt fara betur.

World of Coffee - Dublin 2016

Sigurvegararnir í heimsmeistarakeppni í kaffigerð
1. sæti: Tetsu Kasuya, Japan
2. sæti: Mikaela Wallgren, Finnland
3. sæti: Chad Wang, Taiwan
4. sæti: Benny Wong, Hong Kong
5. sæti: Todd Goldsworthy, USA
6. sæti: Odd-Steinar Tøllefsen, Norway
Myndina tók Dennis Hicks ffyrir World Coffee – www.worldbrewerscup.org

Þar dæmdu þrír dómarar bragðgæði og samræmi þriggja bolla sem keppandi hellir upp á fyrir framan þá. Dæmi um uppáhellingaraðferðir sem voru notaðar í keppninni eru Chemex, pressukanna, Hario v60 og Aeropress, en sumir keppendur luma á aðferðum sem erfitt er að skilgreina. Aðferðirnar eiga það þó allar sameiginlegt að þær eru óvélvæddar, en keppendur eru dæmdir eftir hæfni sinni til að hella upp á kaffið þannig að bragðgæði kaffisins skili sér ítrekað til dómaranna eins og keppandi lýsir því.

pdf_icon Heildarúrslitin í Heimsmeistarakeppni í kaffigerð

Vel heppnuð hátíð

Stemningin í föruneytinu var ávallt góð enda mikið um að vera fyrir utan keppni og ráðstefnur. Margir kaffibarþjónar unnu sjálfboðavinnu á sérstökum uppáhellibar sem var rekinn af World Coffee Events, en þar gat fólk smakkað kaffi frá mörgum af fremstu kaffiristurum heims á meðan það heimsótti nærstandandi bása.  Á kvöldin voru ýmis konar samkomur og partí. Til dæmis var haldin Heimsmeistarakeppnin í Aeropress-kaffigerð á barnum Vice í miðbæ Dublin og mikið af fólki mætti til að fylgjast með nýjustu straumum í þessari fjölhæfu aðferð. Síðasta daginn var síðan haldið risastórt eftirpartí þar sem kaffifólk gat dansað og haft gaman áður en það þurfti að stíga aftur upp í flugvél og halda heim á leið

Heilt yfir á litið var kaffisýningin gífurlega vel heppnuð og fjölbreyt og hægt var að finna eitthvað við sitt hæfi hvort sem áhuginn beindist að keppnunum, nýjungum í kaffibransanum eða að sækja námskeið og vinnusmiðjur.

Vídeó

Tryggvi Þór í keppninni:

Tumi Ferrer í keppninni:

Texti: teogkaffi.is

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss Lagersala - Stórkaup

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið