Sigurður Már Guðjónsson
Reykjavíkurborg hafnar umsókn um að opna Hard Rock á jarðhæð Iðu – Uppfært
Reykjavíkurborg hefur hafnað umsókn um að opna veitingastað á jarðhæð Lækjargötu 2 en þar stóð til að opna veitingastað bandarísku keðjunnar Hard Rock. Í greinargerð umhverfis- og skipulagssviðs kemur fram að hlutfall veitinga- og skemmtistaða á svæðinu er nú þegar yfir 50%. Er þó bent á að vinna sé hafin við almenna endurskoðun á starfsemiskvótum í miðborginni, að því er fram kemur á mbl.is.

Bókaverslunin Iða var til húsa í Lækjargötu 2 en var lokað um áramótin
Mynd: skjáskot af google korti
Í greinargerð umhverfis- og skipulagssviðs kemur fram að á svæðinu sé hlutfall veitinga- og skemmtistaða á svæðinu 53%, sem er yfir 50% viðmiðinu.
„Það er því ekki hægt að heimila fleiri veitingastaði á jarðhæð götuhliða á umræddu svæði,“
segir í greinargerðinni.
Í lok desember var greint frá því á mbl.is að bókaversluninni Iðu í húsinu yrði lokað og veitingastaðurinn Hard Rock kæmi þar inn í staðinn. Iða var með óuppsegjanlegan leigusamning til næstu sex ára í húsinu og þurfti Hard Rock því að kaupa rekstur verslunarinnar.
Hard Rock hafði lengi sýnt mikinn áhuga á að opna aftur á Íslandi og fyrir nokkru tryggði fjárfestirinn og einn eigenda Domino’s Pizza, Birgir Þór Bieltvedt, sér leyfi fyrir staðnum hér á landi. Staðurinn var áður í Kringlunni en var lokað árið 2005.
Uppfært: 8. mars 2016 – Kl. 14:30
Á vef visir.is kemur fram að umsókn Hard Rock Café í Lækjargötu ekki verið hafnað, en nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef visir.is með því að smella hér.
Mynd: hardrock.com

-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni13 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards