Reykjavík Bar Summit
Hér er dagskráin á Reykjavik Bar Summit | Þú mátt ekki láta þessa mögnuðu hátíð framhjá þér fara
Dagana 29. febrúar – 3. mars 2016 verður Reykjavik Bar Summit haldið hátíðlegt í annað sinn í miðborg Reykjavíkur. Barþjónar frá nokkrum af flottustu börum í heimi munu sækja Ísland heim til að taka þátt í þessum magnaða viðburði og leggja sitt á vogarskálarnar til að búa til alþjóðlega barstemmningu í Reykjavik þessa daga með uppákomum og partýum út um allan bæ.
Tilgangur hátíðarinnar er að kynnast því sem er að gerast á kokteilbörum annars staðar í heiminum og etja saman tveimur kokteilheimum á hlutlausu svæði hér á Íslandi ásamt því að gefa þeim tækifæri til að kynnast því sem er að gerast hér á landi.
Keppni verður milli þessarra erlendu bara þar sem þeir eiga að útbúa einn drykk úr sínu lókal hráefni, einn drykk úr íslensku hráefni og einn af sínum einkennisdrykkjum og mun áhorfendum gefast kostur á að smakka veigarnar. Keppnin verður haldin Kex Hostel og er hún öllum opin og er aðgangur ókeypis.
Sjá einnig: Ström frá Kaupmannahöfn sigraði Reykjavík Bar Summit | Horfðu á alla keppnina á ofurhraða
Áætlað er að yfir 20 af bestu börum í heimi munu heimsækja Bar Summit ásamt fríðu föruneyti blaðamanna og ýmissa stórra nafna í kokteilheiminum svo sem, Philip Duff, Dan Priceman, Lynnette Marrero ásamt goðsögninni og brjálaða efnafræðingnum Tom Zyankali.
Dagskrá hátíðarinnar er svo hljóðandi:
29. febrúar 2016
Mánudaginn 29. febrúar verður opnunarpartí á Slippbarnum. Þar verður fyrirkomulag keppnanna kynnt og boðið verður upp á mat og drykk að hætti Slippbarsins.
1. mars 2013
Þriðjudaginn 1. mars verða ýmis konar kynningar og fyrirlestrar á Slippbarnum.
2. mars 2016
Miðvikudaginn 2. mars verður fyrri hluti keppninnar haldinn á Kex Hostel frá hádegi og deginum lokað með Battle of the Continents í Hörpu. Þar munu barir frá Ameríku annars vegar og Evrópu hins vegar mynda tvö lið og keppast við að heilla partígesti með drykkjum sínum og vinna að því að afgreiða sem flesta af drykkjum síns liðs.
Liðið sem afgreiðir flesta drykki vinnur keppnina. Hægt verður að nálgast miða á Battle of the Continents við aðganginn og munu 5 drykkir vera innifaldir í miðaverðinu.
3. mars 2016
Fimmtudaginn 3. mars mun seinni hluti keppenda keppa á Kex Hostel frá hádegi. Um kvöldið munu nokkrir barir sem eru að koma á hátíðina í annað sinn gestabarþjóna á Kol, Kitchen & Wine á 101 Hótel, Public House og Apótek. Síðan mun hátíðin ná hápunkti sínum síðar það kvöld með tónleikum og partíhaldi fram á nótt í lokahófi hátíðarinnar sem haldið verður á leynilegum stað í Reykjavík.
Miða (Armbönd) sem veitir aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar er hægt að nálgast á tix.is með því að smella hér.
Armbönd sem seld eru á tix.is veita aðgang að:
- Welcome party sem haldið verður 29.02.16 á Slippbarnum þar sem boðið verður upp á bæði mat og kokteila.
- Fyrirlestra og kynningar á Slippbarnum þann 01.03.16.
- Alþjóðlegri barkeppni þar sem flottustu barir heims etja kappi sem haldin verður daganna 02.03.16 og 03.03.16.
- Battle of the Continents sem haldið verður 02.03.16 og þar munu gestir fá miða fyrir 5 drykkjum.
- Lokahófi Reykjavik Bar Summit fimmtudaginn 03.03.16 þar sem áfengar veigar verða í boði.
Heimasíða hátíðarinnar: www.reykjavikbarsummit.com
Á bloggsíðu hátíðarinnar verða allar tilkynningar birtast: www.reykjavikbarsummit.com/blog
Facebook hátíðarinnar: www.facebook.com/rvkbarsummit
Mynd: Roman Gerasymenko
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024