Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Múlakaffi skilar Jóhannesi tugum milljóna

Birting:

þann

Jóhannes Stefánsson

Veisla á vegum Nauthóls.
Veitingamaðurinn á pönnunni er enginn en annar Jóhannes Stefánsson undrakokkurinn í Múlakaffi. Jóhannes hefur komið og hjálpað einkadóttur sinni Guðríði Maríu þegar mikið liggur við en hún rekur fyrirtækið Nauthól sem er dótturfélag Múlakaffis.

Múlakaffi ehf. hagnaðist um 63 milljónir króna á síðasta ári, en þetta má sjá í ársreikningi fyrirtækisins.

Rekstrartekjur samstæðunnar námu rúmlega 2,2 milljörðum króna á síðasta ári en rekstrargjöld námu rúmlega 2,1 milljarði króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam því 128 milljónum króna.

Eignir Múlakaffis námu 847 milljónum króna í lok ársins en skuldir voru 558 milljónir króna. Nam eigið fé félagsins því 289 milljónum króna.

Stjórn fyrirtækisins leggur til að greiddur verði arður til eigenda að fjárhæð 50 milljónir króna vegna rekstrarársins 2014. Jóhannes Stefánsson á allt hlutafé fyrirtækisins.

Greint frá á vb.is.

 

Mynd: Nauthóll

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið