Sverrir Halldórsson
Múlakaffi skilar Jóhannesi tugum milljóna

Veisla á vegum Nauthóls.
Veitingamaðurinn á pönnunni er enginn en annar Jóhannes Stefánsson undrakokkurinn í Múlakaffi. Jóhannes hefur komið og hjálpað einkadóttur sinni Guðríði Maríu þegar mikið liggur við en hún rekur fyrirtækið Nauthól sem er dótturfélag Múlakaffis.
Múlakaffi ehf. hagnaðist um 63 milljónir króna á síðasta ári, en þetta má sjá í ársreikningi fyrirtækisins.
Rekstrartekjur samstæðunnar námu rúmlega 2,2 milljörðum króna á síðasta ári en rekstrargjöld námu rúmlega 2,1 milljarði króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam því 128 milljónum króna.
Eignir Múlakaffis námu 847 milljónum króna í lok ársins en skuldir voru 558 milljónir króna. Nam eigið fé félagsins því 289 milljónum króna.
Stjórn fyrirtækisins leggur til að greiddur verði arður til eigenda að fjárhæð 50 milljónir króna vegna rekstrarársins 2014. Jóhannes Stefánsson á allt hlutafé fyrirtækisins.
Greint frá á vb.is.
Mynd: Nauthóll
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn3 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassísk ostakaka í nýjum búningi með eplum og rjómakaramellu





