Freisting
Japanskir kokkar fara á taugum vegna túnfisks
|
Skortur á túnfiski er farið að valda japönskum kokkum sífellt meiri heilabrotum. Kokkar í Japan eru því farnir að prófa sig áfram með allskyns kjöt í sushi-rétti. En vill einhver fá sér dádýra-sushi eða hrossakjöts-sushi í landi þar sem túnfiskur er samofinn matarmenningu og endurspegla sjálfstraust heillar þjóðar ?
Í japönsku eru til ótal mörg nöfn yfir túnfisk en það endurspeglar mikilvægi hans í japanskri matargerð. Nú eru alþjóðlegar hömlur á túnfiskveiðum eru orðnar meiri og tylft fiskiþjóða samþykktu á síðasta ári að minnka túnfiskveiðar um 20% á ári. Á sama tíma eru japanskir matgæðingar á barmi taugaáfalls.
Þetta er eins og nautasteikur væru ekki lengur til í Ameríku“ er haft eftir Tadashi Yamagata, formanni Landssambands japanskra sushi-kokka, í The New York Times í dag. Sushi án túnfisk er einfaldlega ekki sushi“
Stór hluti af vandamálinu er að vinsældir sushi og sashimi hafa aukist í heiminum og sérstaklega í nýríkum löndum á borð við Rússland, Suður-Kóreu og Kína. Með minna framboði hefur verðið á túnfiski rokið upp um þriðjungog kemur það illa við eigendur japanskra sushi-veitingastaða en Japanir kaupa þriðjung af veiddum túnfiski í heiminum.
Túnfiskurinn tákn um efnahagslega velgengni
Sumir segja líka að taugaveiklunin út af túnfiskinum sé samhangandi við áhyggjur Japana um niðursveiflur í efnahagsástandi landsins, borið saman við nágrannaríkið Kína. Túnfiskur hafi löngum verið tákn um efnahagslega velgengi Japans og skortur á tegundinni endurspegli veikari stöðu Japana í heimsviðskiptum.
Því er ljóst að mikil pressa er á japönskum sushi-kokkum þessa dagana og hugmyndaflut þeirra og hefur verið talað um að nota reykt dádýr eða hrossakjöt í staðinn fyrir túnfisk eða jafnvel reykta önd með majónesi.
Greint frá á mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin