Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

José á Caruso opnar nýjan stað

Birting:

þann

Casa Grande

Casa Grande er staðsett að Ægisgarði 2 við gömlu höfnina í Reykjavík, þar sem Tapashúsið var áður til húsa.
„Við höfum breytt áherslum og nafni staðarins Tapashússins, einnig höfum við breytt miklu að innan. Nýji staðurinn heitir Casa Grande. Við erum með sama starfsfólk, sömu kennitölu, nýjan matseðil og nýtt nafn“, segir í fréttatilkynningu.

Það má segja að við séum að gera nýjan stað á gömlum grunni. Fyrirtækið heitir Casa Grande og það var ákveðið að breyta nafninu á veitingastaðnum um leið og við tókum það í gegn og endurhönnuðum ýmislegt innandyra. Það er sama kennitala og áður. Það var líka ágætt að breyta nafninu því Tapas húsið og Tapas barinn eru svolítið lík og þetta ruglaði fólk.  Ég og mitt fólk erum hæstánægð með nýja staðinn. Nálægðin við gömlu höfnina skapar sérstætt og heillandi andrúmsloft og gestir njóta þess að borða ljúffengan mat í þessu fallega húsi og rómantíkin svífur yfir

, segir José Garcia, veitingamaður sem oftast er kenndur við Caruso sem nú er til húsa í Austurstræti 22.

Á Casa Grande er boðið upp á fjölbreyttan matseðil sem er ættaður frá slóðum Miðjarðarhafsins.

Við erum með spennandi og fjölbreyttan matseðil sem ætti að henta öllum. Matargestir geta valið um ljúffenga fiskrétti úr ferskasta sjávarfangi sem völ er á hverju sinni og gæðakjötrétti að ógleymdum pítsunum sem nutu svo mikilla vinsælda á Caruso í Bankastræti. Ég gat ekki brugðist fastagestum mínum sem elskuðu pítsurnar þar. Þess vegna er kominn upp pizzuofn á Casa Grande

,segir José í samtali við Morgunblaðið, ánægður á svip og bætir við að það séu einnig pítsur á matseðlinum á Caruso í Austurstræti 22 þar sem hann er einnig eigandi.

 

Greint frá í Morgunblaðinu.

Mynd: af facebook síðu Casa Grande restaurante.

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið