Smári Valtýr Sæbjörnsson
Skemmtilegar, bragðgóðar og öðruvísi veitingar
Ferðakaupstefnan Mid-Atlantic sem haldin var í febrúar s.l. er stærsta ferðakaupstefna sem haldin er á Íslandi og er þetta í 23. skipti sem hún var haldin og hefur aldrei verið fjölmennari.
Kaupstefnan er haldin á vegum Icelandair til þess að tengja saman kaupendur og seljendur ferðaþjónustu í þeim tilgangi að styrkja og auka ferðamannastraum til Íslands, og hefur alla tíð byggst á leiðarkerfi Icelandair.
Alls voru 252 sýningarbásar settir upp í Laugardalshöllinni og í þeim fór fram um sex þúsund bókaðir fundir milli viðskiptaaðila.
Íslandshótel var að sjálfsögðu á staðnum og fengu fagmennina á Grand Restaurant til að útbúa veitingar fyrir Íslandshótel á Mid Atlantic sölusýningunni. Þegar kom að því að stilla upp kræsingunum þá var leitað eftir andagift í náttúru Íslands og þetta var útkoman.
Veitingarnar sem Vignir Hlöðversson yfirmatreiðslumaður og Ingibergur Sigurðsson bakarameistari buðu viðskiptavinum Íslandshótela upp á voru skemmtilegar, bragðgóðar og öðruvísi:
- Léttsteikt hreindýr með hreindýralifrarkæfu
- Léttreykt og hægelduð bleikja með límónu
- Sætir hraunmolar
- Hvítur Kahlúa draumur
- Grand súkkulaði með mjúkri fyllingu
Myndir: aðsendar
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024