Smári Valtýr Sæbjörnsson
Það er kjaftur á keilunni þegar hún gapir – Öðruvísi og skemmtileg kynning á rétti dagsins á Restó
Það var nú í nóvember s.l. sem að Jóhann Helgi Jóhannesson matreiðslumeistari ásamt eiginkonu sinni, Ragnheiði Helenu Eðvarsdóttur opnuðu nýjan veitingastað þar sem Madonna á Rauðarárstíg var áður til húsa og heitir staðurinn Restó.
Jóhann hefur starfað í Ostabúðinni á Skólavörðustíg, hjá Rúnari Marvinssyni Við Tjörnina og Leifi Kolbeinssyni á La Primavera sem var og hét.
Matseðillinn á Restó
Það þekkja það nú margir sem eru á samfélagsmiðlinum facebook að sjá tilkynningar á réttum dagsins frá veitingahúsum og eru margar stöðufærslur svipaðar og lítið um fjölbreyttni á uppsetningu.
Jóhann er með aðra og skemmtilega nálgun á því að kynna rétt dagsins, en hann birtir vídeó og fróðleik um hráefnið í rétti dagsins og eru margir gullmolar í myndböndunum, t.a.m.:
– Í dag verður boðið upp á rauðsprettu á Restó. Við minnum á það að það er álíka gáfulegt að borða ekki roðið af rauðsprettunni og panta sér kaffi og koníak og hella koníakinu.
– Það er kjaftur á keilunni þegar hún gapir. En hún gapir ekki lengur heldur verður steikt á snarpheitri pönnunni.
– Gamli úlfurinn er kominn úr sauðagærunni.
– Steiktur lax er sælgætið, sérhver maður borða skal. Spínat, salat, meðlætið. Salsa verði viðbitið.
Hér að neðan eru nokkrir réttir dagsins sem einnig er hægt að nálgast á facebook síðu Restó:
Myndir: af facebook síðu Restó.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s