Smári Valtýr Sæbjörnsson
Það er kjaftur á keilunni þegar hún gapir – Öðruvísi og skemmtileg kynning á rétti dagsins á Restó
Það var nú í nóvember s.l. sem að Jóhann Helgi Jóhannesson matreiðslumeistari ásamt eiginkonu sinni, Ragnheiði Helenu Eðvarsdóttur opnuðu nýjan veitingastað þar sem Madonna á Rauðarárstíg var áður til húsa og heitir staðurinn Restó.
Jóhann hefur starfað í Ostabúðinni á Skólavörðustíg, hjá Rúnari Marvinssyni Við Tjörnina og Leifi Kolbeinssyni á La Primavera sem var og hét.
Matseðillinn á Restó
Það þekkja það nú margir sem eru á samfélagsmiðlinum facebook að sjá tilkynningar á réttum dagsins frá veitingahúsum og eru margar stöðufærslur svipaðar og lítið um fjölbreyttni á uppsetningu.
Jóhann er með aðra og skemmtilega nálgun á því að kynna rétt dagsins, en hann birtir vídeó og fróðleik um hráefnið í rétti dagsins og eru margir gullmolar í myndböndunum, t.a.m.:
– Í dag verður boðið upp á rauðsprettu á Restó. Við minnum á það að það er álíka gáfulegt að borða ekki roðið af rauðsprettunni og panta sér kaffi og koníak og hella koníakinu.
– Það er kjaftur á keilunni þegar hún gapir. En hún gapir ekki lengur heldur verður steikt á snarpheitri pönnunni.
– Gamli úlfurinn er kominn úr sauðagærunni.
– Steiktur lax er sælgætið, sérhver maður borða skal. Spínat, salat, meðlætið. Salsa verði viðbitið.
Hér að neðan eru nokkrir réttir dagsins sem einnig er hægt að nálgast á facebook síðu Restó:
Myndir: af facebook síðu Restó.
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Snædís kveður ION hótelið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar í Smáralindinni
-
Keppni4 dagar síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Jóla rauðrófur
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá Tipsý viðburðinum á Múlabergi – Ingibjörg Bergmann: Það er alveg greinilegt að kokteilamenningin á Akureyri blómstar ….
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir Hnífar – Dagur einhleypra og við gefum 20% afslátt
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fiskbúðin á Sigló lokar og opnar aftur í vor með breyttu sniði
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Tebollur með rúsínum eða súkkulaðibitum