Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Það er kjaftur á keilunni þegar hún gapir – Öðruvísi og skemmtileg kynning á rétti dagsins á Restó

Birting:

þann

Restó restaurant

Það var nú í nóvember s.l. sem að Jóhann Helgi Jóhannesson matreiðslumeistari ásamt eiginkonu sinni, Ragnheiði Helenu Eðvarsdóttur opnuðu nýjan veitingastað þar sem Madonna á Rauðarárstíg var áður til húsa og heitir staðurinn Restó.

Jóhann hefur starfað í Ostabúðinni á Skólavörðustíg, hjá Rúnari Marvinssyni Við Tjörnina og Leifi Kolbeinssyni á La Primavera sem var og hét.

Matseðillinn á Restó

Það þekkja það nú margir sem eru á samfélagsmiðlinum facebook að sjá tilkynningar á réttum dagsins frá veitingahúsum og eru margar stöðufærslur svipaðar og lítið um fjölbreyttni á uppsetningu.

Jóhann er með aðra og skemmtilega nálgun á því að kynna rétt dagsins, en hann birtir vídeó og fróðleik um hráefnið í rétti dagsins og eru margir gullmolar í myndböndunum, t.a.m.:

– Í dag verður boðið upp á rauðsprettu á Restó. Við minnum á það að það er álíka gáfulegt að borða ekki roðið af rauðsprettunni og panta sér kaffi og koníak og hella koníakinu.

– Það er kjaftur á keilunni þegar hún gapir. En hún gapir ekki lengur heldur verður steikt á snarpheitri pönnunni.

– Gamli úlfurinn er kominn úr sauðagærunni.

– Steiktur lax er sælgætið, sérhver maður borða skal. Spínat, salat, meðlætið. Salsa verði viðbitið.

Hér að neðan eru nokkrir réttir dagsins sem einnig er hægt að nálgast á facebook síðu Restó:

 

 

Auglýsingapláss

Myndir: af facebook síðu Restó.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið